Sigur að halda flokknum á þingi

Óttarr Proppé og Katrín Jakobsdóttir ræða saman í Útvarpshúsinu þar …
Óttarr Proppé og Katrín Jakobsdóttir ræða saman í Útvarpshúsinu þar sem leiðtogarnir hittust eftir miðnætti og ræddu stöðuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta lít­ur mjög ánægju­lega út fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, en flokk­ur­inn hef­ur hlotið 7,8 pró­sent greiddra at­kvæða og fær því fimm menn inn að öðru óbreyttu. „Björt framtíð mæld­ist nátt­úr­lega í pil­sner­fylgi fyr­ir nokkr­um mánuðum. Ef þetta verður niðurstaðan er þetta mik­ill sig­ur, það er mjög ánægju­legt að sjá að við séum að halda okk­ur inni á þingi.“

Spurður út í mögu­leika flokks­ins á því að mynda næstu rík­is­stjórn seg­ir Ótt­arr flokk­inn ekki endi­lega gera sér von­ir um að kom­ast í rík­is­stjórn. „En við erum til­bú­in að taka þátt í góðri rík­is­stjórn. Við ætl­um að standa á okk­ar prinsipp­um og mál­efn­um þegar það að rík­is­stjórn­ar­mynd­un,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hann líti öðrum aug­um nú á kosn­inga­banda­lagið svo­nefnda sem myndað var í aðdrag­anda kosn­ing­anna, seg­ir hann það aðeins hafa fal­ist í því að flokk­arn­ir sem að sam­komu­lag­inu stóðu myndu ræða sam­an fengju þeir skýr­an meiri­hluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert