Flokkur fólksins með 11%

Formaður Flokks Fólksins, Inga Sæland.
Formaður Flokks Fólksins, Inga Sæland. Aðsent

Flokkur fólksins er hástökkvarinn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi tæp 11% og sjö þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst á milli mánaða.

Björt framtíð fengi tæp 3% og myndi ekki ná manni inn á þing en Viðreisn fengi tæp 5% og fengi tvo menn kjörna út á stöðu innan kjördæma. 

Framsóknarflokkurinn mælist með 10,8% fylgi og fengi sjö menn á þing, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn með 26,3% fylgi og fengi 18 þingmenn kjörna. Vinstri grænir mælast með 19,5% fylgi og fengi 14 þingmenn en Píratar eru með rúm 13% og fengju 9 menn kjörna á þing. Samfylkingin er með 9,7% og fengi sex þingmenn. 

Stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eykst um 1% á milli mánaða og mælist nú 34%, samkvæmt frétt RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert