Erfitt að flýta landsfundi

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur að erfitt gæti reynst að flýta lands­fundi flokks­ins. Breytt­ar aðstæður ríkja í stjórn­mál­um í land­inu eft­ir að slitnaði upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. 

Fund­ur­inn er fyr­ir­hugaður dag­ana 3. til 5. nóv­em­ber. Síðasti lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fór fram haustið 2015 en fund­ur­inn er að jafnaði hald­inn annað hvert ár.

Miðstjórn ákveður um lands­fund

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra greindi einnig frá því eft­ir fund sinn með for­seta Íslands í dag að erfitt gæti reynst að halda lands­fund fyr­ir kosn­ing­ar, sem verða 28. októ­ber.

Að sögn Birg­is þarf miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins að taka ákv­arðanir varðandi lands­fund­inn. Bjarni talaði um að fund­ur miðstjórn­ar verði næst­kom­andi miðviku­dag en Birg­ir sagði að fund­ur­inn hafi ekki enn verið boðaður.

„Tíma­setn­ing lands­fund­ar var ákveðin fyr­ir löngu. Það er eðli­legt að það sé rætt um hana í ljósi þess­ara ger­breyttu aðstæðna,” seg­ir Birg­ir.

„Miðstjórn get­ur tekið ákvörðun bæði um að flýta lands­fundi og seinka hon­um. Hvað ger­ist í þeim efn­um skýrist á fundi miðstjórn­ar.”

Bjarni Benediktsson við Valhöll.
Bjarni Bene­dikts­son við Val­höll. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hægt að kjósa vara­formann á flokks­ráðsfundi

Á lands­fundi fer ávallt fram kosn­ing á for­manni og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Eng­inn vara­formaður hef­ur verið starf­andi í flokkn­um eft­ir frá­fall Ólaf­ar Nor­dal fyrr á þessu ári.

Að sögn Birg­is er þó hægt að kjósa vara­formann á flokks­ráðsfundi ef sú staða er opin. Ákvæði þess efn­is er að finna í skipu­lags­regl­um flokks­ins. Í flokks­ráði eru helstu trúnaðar­enn Sjálf­stæðis­flokks­ins vítt og breitt um landið og tel­ur sú sam­koma jafn­an um 600 til 700 manns á meðan um 2.000 manns mæta á lands­fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert