Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag

mbl.is/Eggert

At­kvæðagreiðsla utan kjör­fund­ar mun hefjast hjá sýslu­mönn­um og ut­an­rík­isþjón­ust­unni hefjast í dageða svo fljótt sem kost­ur er, í sam­ræmi við XII. kafla laga um kosn­ing­ar til Alþing­is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu.

Eins og kunn­ugt er, þá hef­ur kjör­dag­ur fyr­ir kosn­ing­ar til Alþing­is verið ákveðinn 28. októ­ber.

At­kvæðagreiðsla utan kjör­fund­ar fer fram á eft­ir­far­andi stöðum:

Inn­an­lands: Hjá sýslu­mönn­um um allt land, á aðalskrif­stof­um eða í úti­bú­um þeirra. Þá get­ur sýslumaður einnig ákveðið að at­kvæðagreiðsla á aðsetri embætt­is fari fram á sér­stök­um stað utan aðalskrif­stofu, svo og að at­kvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í um­dæmi hans. Upp­lýs­ing­ar um kjörstaði og af­greiðslu­tíma vegna at­kvæðagreiðslu utan kjör­fund­ar er hægt að finna á vefsíðu sýslu­manna. Sýslu­menn aug­lýsa hver á sín­um stað hvar og hvenær at­kvæðagreiðslan fer fram.

Er­lend­is: Á skrif­stofu sendi­ráðs, í send­iræðis­skrif­stofu eða í skrif­stofu kjör­ræðismanns sam­kvæmt nán­ari ákvörðun ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Ut­an­rík­is­ráðuneytið get­ur þó ákveðið að utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum er­lend­is. Ut­an­rík­is­ráðuneytið aug­lýs­ir hvar og hvenær at­kvæðagreiðsla get­ur farið fram er­lend­is.

Vefsíða ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert