Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd. Hún gæti vel verið nothæf leið til að leysa úr þeirri djúpu kreppu, sem stjórnmálin eru læst í, og er líkleg til að vara í einn til einn og hálfan áratug.“

Frétt mbl.is: „Grínagtugt“ komi Píratar Katrínu í stjórnarráðið

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, fyrir að „malbika fyrir samsteypustjórn VG og Sjálfstæðisflokksins.“ Spyr hann hvernig eigi öðruvísi að skilja „næstum opinbera knébeygju hennar fyrir fráleitri hugmynd Bjarna Benediktssonar [forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins] um að taka þrjú kjörtímabil í að endurskoða stjórnarskrána?“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þarna eru formenn þeirra tveggja flokka sem um þessar mundir eru stærstir að leggja heldur óþriflega kóreógrafíu að því hvernig hægt verður að finna „samstarfsflöt“ milli VG og Sjálfstæðisflokksins að kosningum loknum. Er ekki nóg lagt á þessa ræfilsþjóð samt?“ segir Össur og bætir við að VG hafi verið „mjög nálægt því að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í stjórnarkreppunni eftir síðustu kosningar.“

Frétt mbl.is: Segir VG opna á samstarf við Sjálfstæðisflokk

Krafan hafi verið að Samfylkingin tæki þátt í slíkri stjórn. Vísar hann þar til hugmynda um slíka stjórn síðasta vetur og kröfu VG um að Samfylkingin yrði þá með í henni. „Eðalkratinn að norðan [Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar] átti að taka af þeim óþægindin gagnvart vinstri vængnum. Það kom vitaskuld aldrei til greina enda bilaði dómgreind Loga ekki þó hún brjálaðist þar sem síst skyldi,“ segir Össur og vísar þar til Katrínar.

Dans „turtildúfanna“ sé nú byrjaður aftur.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert