VG stærsti flokkurinn

Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar.
Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar.

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er orðin stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 19. til 21. sept­em­ber. Flokk­ur­inn nýt­ur fylg­is 30% kjós­enda og fengi sam­kvæmt því 22 þing­menn. Hann hef­ur nú 10 þing­menn. Um­tals­verður mun­ur er á fylgi VG eft­ir kynj­um. Ætla 20% karla að kjósa flokk­inn en 40% kvenna.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar veru­legu fylgi frá þing­kosn­ing­un­um í fyrra, sam­kvæmt könn­un­inni. Stuðning­ur við hann mæl­ist 23% og fengi hann 15 þing­menn í stað 21 sem hann hef­ur nú. Flokk­ur fólks­ins fengi 5 þing­menn kjörna, en hef­ur eng­an þing­mann núna. Björt framtíð næði ekki manni á þing.

Viðbrögð leiðtoga flokk­anna ein­kenn­ast af óvissu um stöðu mála. Vísa marg­ir í „rót“, „flot“ og „hreyf­ingu“ á fylg­inu. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst hlakka til að fara á fund kjós­enda en Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins seg­ir að könn­un­in gefi flokks­mönn­um byr und­ir báða vængi.

77% töldu rétt að rjúfa þing

Þannig myndu þingsætin dreifast miðað við skoðanamælingu Féklagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.
Þannig myndu þing­sæt­in dreifast miðað við skoðana­mæl­ingu Féklags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið.


Könn­un­in leiddi enn­frem­ur í ljós að 57% kjós­enda telja að rétt hafi verið að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu og er áber­andi stuðning­ur við það meðal kvenna og yngra fólks. 77% töldu að rétt hefði verið að rjúfa þing og efna til kosn­inga frem­ur en að mynda nýja rík­is­stjórn. Þá kom fram að 87% telja „mjög lík­legt“ að þeir greiði at­kvæði í þing­kosn­ing­un­um í októ­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert