Framsókn meira samstiga á eftir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það er bara rosa­lega góður hug­ur í fólki. Fólk bara þjapp­ar sér sam­an þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþrótt­um og öðru. Það eru bara eðli­leg viðbrögð. Síðan líður bara öll­um vel þegar út­lit er fyr­ir að all­ir verði sam­stiga í fram­hald­inu.“

Þetta seg­ir Jón Ingi Gísla­son, formaður Kjör­dæma­sam­bands fram­sókn­ar­fé­lag­anna í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is innt­ur eft­ir viðbrögðum við stöðu mála inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins en nokkr­ir trúnaðar­menn flokks­ins hafa til­kynnt úr­sögn sína úr hon­um í kjöl­far ákvörðunar Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi flokks­for­manns, að yf­ir­gefa flokk­inn og stofna nýja stjórn­mála­hreyf­ingu.

„Hér í Reykja­vík hef­ur ann­ars veruið ofboðslega mik­il samstaða og ágrein­ings­laust starfið,“ seg­ir Jón Ingi. Spurður hvernig það komi sam­an við úr­sögn for­manns Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur og for­manns ungra fram­sókn­ar­manna í höfuðborg­inni seg­ir Jón Ingi að þeir séu mjög tengd­ir Sig­mundi og sá fyrr­nefndi hafi brosað út að eyr­um á kjör­dæmaþingi á laug­ar­dag­inn. Það væri hans að ákveða hvort hann fylgdi vini sín­um, Sig­mundi.

„Það er eng­inn ágrein­ing­ur á milli manna í Reykja­vík. Hann er bara ekki til. Eins og ég segi þá vor­um við með kjör­dæmaþing á síðasta laug­ar­dag og á því kjör­dæmaþingi var meiri samstaða og sam­heldni en bara í ára­tugi. En þetta er ekki neitt til þess að hafa áhyggj­ur af. Fólk stend­ur bara þétt­ar sam­an,“ seg­ir Jón Ingi.

Spurður hvort hann telji að nýr stjórn­mála­flokk­ur Sig­mund­ar Davíðs gæti skaðað Fram­sókn­ar­flokk­inn seg­ist hann telja að fylgi hans komi ann­ars staðar frá en frá hon­um. „En við síðustu kosn­ing­ar, að mínu mati, þá héldu þónokkuð marg­ir að sér hönd­um að kjósa flokk­inn út af inn­byrðis deil­um. Ég vona að sá hóp­ur bæt­ist við á móti núna þannig að þetta jafn­ist kannski út.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka