Katrín nýtur stuðnings flestra

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest­ir vilja sjá Katrínu Jak­obs­dótt­ur, formann Vinstri grænna, sem næsta for­sæt­is­ráðherra Íslands, sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 19.-21. sept­em­ber.

46% þeirra sem tóku af­stöðu sögðust vilja að Katrín yrði for­sæt­is­ráðherra eft­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber næst­kom­andi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Spurt var: Hvern af eft­ir­töld­um vild­ir þú helst sjá sem for­sæt­is­ráðherra eft­ir að kosið verður 28. októ­ber næst­kom­andi: Sig­urð Inga Jó­hanns­son, Bjarna Bene­dikts­son eða Katrínu Jak­obs­dótt­ur?

Katrín nýtur stuðnings flestra.
Katrín nýt­ur stuðnings flestra.

Flest­ir vilja sjá Katrínu Jak­obs­dótt­ur, formann Vinstri grænna, sem næsta for­sæt­is­ráðherra Íslands, sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 19.-21. sept­em­ber. 46% þeirra sem tóku af­stöðu sögðust vilja að Katrín yrði for­sæt­is­ráðherra eft­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber næst­kom­andi.

Spurt var: Hvern af eft­ir­töld­um vild­ir þú helst sjá sem for­sæt­is­ráðherra eft­ir að kosið verður 28. októ­ber næst­kom­andi: Sig­urð Inga Jó­hanns­son, Bjarna Bene­dikts­son eða Katrínu Jak­obs­dótt­ur?

Einnig var spurt í könn­un­inni: En hver tel­ur þú að sé lík­leg­ast­ur til að gegna embætt­inu?

24% þeirra sem tóku af­stöðu sögðust vilja að Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, yrði for­sæt­is­ráðherra eft­ir kom­andi kosn­ing­ar. 10% vilja sjá Sig­urð Inga Jó­hanns­son, formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, taka við kefl­inu. 20% þátt­tak­enda í könn­un­inni sem tóku af­stöðu vilja sjá ein­hvern ann­an en þau þrjú í stóli for­sæt­is­ráðherra.

Nærri helm­ing­ur þeirra sem tóku af­stöðu, eða 48%, taldi lík­leg­ast að Katrín Jak­obs­dótt­ir yrði for­sæt­is­ráðherra eft­ir kosn­ing­ar. 35% töldu lík­leg­ast að Bjarni Bene­dikts­son yrði for­sæt­is­ráðherra og 6% að það kæmi í hlut Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar. 8% töldu lík­leg­ast að það yrði ein­hver ann­ar en Katrín, Bjarni eða Sig­urður og 2% aðspurðra í könn­un­inni neituðu að gefa upp af­stöðu sína.

 Nýt­ur meiri stuðnings kvenna

Þegar rýnt er í töl­urn­ar kem­ur í ljós að Katrín Jak­obs­dótt­ir nýt­ur meiri stuðnings kvenna en karla, 59% kvenna vilja sjá hana sem for­sæt­is­ráðherra en 34% karla. Bjarni Bene­dikts­son sæk­ir hins veg­ar meira fylgi til karla, 29%, á móti 18% til kvenna.

Katrín höfðar meira til yngri kyn­slóðar­inn­ar, sam­kvæmt könn­un­inni. 54% fólks á aldr­in­um 18-29 ára vilja hana sem for­sæt­is­ráðherra og 55% fólks á aldr­in­um 30-44 ára. Þegar komið er upp í ald­urs­hóp­inn 45-59 ára nefna 42% Katrínu sem for­sæt­is­ráðherra og 38% fólks yfir sex­tugu.

Þessu er öf­ugt farið með Bjarna Bene­dikts­son. 17% fólks í tveim­ur yngstu hóp­un­um vilja að hann verði for­sæt­is­ráðherra. Í ald­urs­hópn­um 45-59 ára vilja 26% að hann verði for­sæt­is­ráðherra og 30% fólks yfir sex­tugu.

Bæði Bjarni og Katrín njóta meira fylg­is meðal fólks á höfuðborg­ar­svæðinu en á lands­byggðinni. 25% íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu vilja Bjarna sem for­sæt­is­ráðherra á móti 22% á lands­byggðinni. 48% íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu vilja sjá Katrínu á móti 41% íbúa lands­byggðar­inn­ar. Sig­urður Ingi nýt­ur aft­ur á móti aðeins stuðnings 7% fólks á höfuðborg­ar­svæðinu en 17% íbúa lands­byggðar­inn­ar.

Könn­un­in var bæði síma- og net­könn­un. Tvö þúsund manns voru í úr­tak­inu og fjöldi svar­enda 908. Þátt­töku­hlut­fall var 46%.

 Marg­ir hafa þegar kosið

At­kvæðagreiðsla utan kjör­fund­ar vegna alþing­is­kosn­ing­anna hófst á miðviku­dag­inn í síðustu viku. Kosn­ing­in fer fram á skrif­stof­um sýslu­manna um land allt.

„Þetta hef­ur farið mjög vel af stað. Ef ég man þetta rétt höfðu 134 kosið fyrstu þrjá dag­ana, þ.e. miðviku­dag til föstu­dag. Á sama tíma í fyrra höfðu 78 kosið. Það er tölu­verður áhugi til að byrja með,“ seg­ir Þórólf­ur Hall­dórs­son, sýslumaður á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Það er at­hygl­is­vert að þetta hef­ur farið miklu hraðar af stað núna þó þetta séu ekki háar töl­ur í sjálfu sér. Það er enn langt í kosn­ing­ar,“ seg­ir Þórólf­ur.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er fyrst um sinn hægt að kjósa á skrif­stofu sýslu­manns að Hlíðasmára 1 í Kópa­vogi. Síðar verður at­kvæðagreiðslan á höfuðborg­ar­svæðinu flutt á ann­an stað, enda marg­fald­ast aðsókn­in eft­ir því sem nær kosn­ing­um dreg­ur.

„Venju­lega höf­um við opnað á nýj­um stað tveim­ur vik­um fyr­ir kosn­ing­ar en nú verða þetta að minnsta kosti þrjár vik­ur.“

Perl­an hef­ur nú fengið nýtt hlut­verk og því þarf að finna at­kvæðagreiðslunni nýj­an stað. Þórólf­ur vill ekki gefa upp hvar at­kvæðagreiðslan verður. Hann kveðst von­ast til að geta gengið frá því í dag.

„Það verður í námunda við skrif­stof­una okk­ar í Kópa­vogi. Það er eins miðsvæðis á höfuðborg­ar­svæðinu og unnt er.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert