Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert

Viðbúið er að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son muni taka með sér eitt­hvað af fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins eft­ir að hann sagði sig úr flokkn­um í gær. Hann á jafn­framt mjög góða mögu­leika á því að kom­ast á þing. Þetta seg­ir Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Nokkuð af emb­ætt­is­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur sagt sig úr hon­um eft­ir að Sig­mund­ur Davíð sagði sig úr flokkn­um og seg­ir Grét­ar Þór ljóst að þeir ætla sér að elta hann. „Maður er ekki bú­inn að sjá stærðargráðuna á þessu, hvað þetta fram­boð get­ur fengið af fylgi. Það á eft­ir að velja á fram­boðslista. Við þurf­um kannski að bíða í viku í viðbót til að átta okk­ur al­menni­lega á stöðunni.”

Þrír þingmenn Framsóknarflokksins: Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og …
Þrír þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins: Gunn­ar Bragi Sveins­son, Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, á þing­setn­ingu fyr­ir stuttu síðan.. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fer lík­lega fram í Norðaust­ur­kjör­dæmi

Hann seg­ir að úr­sögn Sig­mund­ar Davíðs úr flokkn­um hafi legið í loft­inu í lang­an tíma. Hann hafi verið bú­inn að stofna eigið Fram­fara­fé­lag og séð utan frá hafi hann ekki verið sýni­leg­ur og í miklu sam­starfi við flokks­systkini sín á Alþingi.

„Það er viðbúið að hann eigi góða mögu­leika á að kom­ast á þing sjálf­ur. Lík­leg­ast myndi maður telja að hann færi fram í Norðaust­ur­kjör­dæmi því hann hef­ur verið hér í all­mörg ár og hef­ur safnað sér svo­litlu af stuðnings­mönn­um.  Hann þyrfti að byrja dá­lítið frá grunni ef hann myndi skipta um kjör­dæmi,” grein­ir Grét­ar Þór frá.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fólk úr Sjálf­stæðis­flokkn­um gæti fylgt Sig­mundi

Spurður hvaða þýðingu brott­hvarf Sig­mund­ar Davíðs hafi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir hann viðbúið að flokk­ur­inn tapi eitt­hvað á því. Fleiri flokk­ar gætu einnig tapað fylgi vegna brott­hvarfs hans. „Þetta er nátt­úr­lega hægra meg­in við miðjuna og þá er kannski helst mögu­leiki á að ein­hverj­ir úr Sjálf­stæðis­flokkn­um fylgi Sig­mundi. Ég held að það sé miklu lengra mál­efna­lega milli hans og Viðreisn­ar og eins Bjartr­ar framtíðar held­ur en Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Snúa gaml­ir fram­sókn­ar­menn til baka?

Grét­ar Þór rifjar upp þegar Al­bert Guðmunds­son klauf sig úr Sjálf­stæðis­flokkn­um fyr­ir þrjá­tíu árum, stofnaði Borg­ara­flokk­inn og fékk um 30% af fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Það var al­veg svaka­legt skarð. Hvort þetta verði eitt­hvað svipað er ómögu­legt að segja.”

Hann seg­ir viðbúið að klofn­ing­ur Sig­mund­ar Davíðs úr Fram­sókn­ar­flokkn­um verði til þess að deil­ur inn­an flokks­ins minnki. „Svo get­ur vel verið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái ein­hverja gamla fram­sókn­ar­menn til baka því það voru ekki alltaf all­ir fram­sókn­ar­menn hrifn­ir á Sig­mund­ar­tím­an­um. Maður átt­ar sig bara ekki á stærðargráðunni á því,” seg­ir Grét­ar Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert