Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Hanna

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá.

Ákvæðið yrði í „anda þess sem var í gildi 2013-2017, þ.e. að ásamt því að hægt væri að samþykkja stjórnarskrárbreytingar með gömlu aðferðinni væri hægt að afgreiða slíkar breytingar með auknum meirihluta á Alþingi og vísa því svo til þjóðarinnar og afgreiða þær svo fremi sem 25% kosningabærra manna myndu samþykkja þær,“ skrifar Katrín.

Hún segir að tillagan hafi verið tilraun til að miðla málum og skapa aukna samstöðu um stjórnarskrárbreytingar. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, hafi tekið jákvætt í tillöguna.

Því miður náðist ekki samkomulag allra um málið og því metum við Vinstri-græn það svo að best sé að ljúka þinginu þannig að börnum í hópi hælisleitenda verði komið í skjól, stigin verði fyrstu skref í átt að því að afnema uppreist æru úr hegningarlögum og Alþingi sæki svo nýtt umboð til þjóðarinnar,“ skrifar Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert