Stjórnin segir sig úr Framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Fimm stjórn­ar­menn í Fram­sókn­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar hafa sagt sig frá öll­um trúnaðar­störf­um fyr­ir flokk­inn og segj­ast ekki eiga neina sam­leið með flokkn­um.

„Í ljósi at­b­urða síðustu daga þá höf­um við und­ir­rituð stjórn­ar­menn í Fram­sókn­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar ákveðið að segja af okk­ur öll­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn sem við höf­um verið kjör­in til.

Við kjós­um að starfa ekki í flokki þar sem vinnu­brögð síðastliðins árs ætla að vera viðvar­andi. Okk­ar mat er að eng­ar sátta­leiðir hafi verið gerðar eft­ir aðför­ina sem gerð var að fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins á síðasta Flokksþingi og nú séu kom­in öfl til valda sem við eig­um enga sam­leið með.
Því skilja [sic] hér leiðir.

Virðing­ar­fyllst,
Jón Pét­urs­son, formaður,
Hall­dóra Bald­urs­dótt­ir, vara­formaður,
Linda Björk Stef­áns­dótt­ir, stjórn­ar­maður.
Friðbert Braga­son, stjórn­ar­maður
Ein­ar Vign­ir Ein­ars­son, stjórn­ar­maður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert