Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum.
„Í ljósi atburða síðustu daga þá höfum við undirrituð stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar ákveðið að segja af okkur öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sem við höfum verið kjörin til.
Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með.
Því skilja [sic] hér leiðir.
Virðingarfyllst,
Jón Pétursson, formaður,
Halldóra Baldursdóttir, varaformaður,
Linda Björk Stefánsdóttir, stjórnarmaður.
Friðbert Bragason, stjórnarmaður
Einar Vignir Einarsson, stjórnarmaður.“