Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.

Fólk sem starfar á vettvangi flokksins sagði í samtölum við Morgunblaðið að andrúmsloftið myndi væntanlega hreinsast með brotthvarfi formannsins fyrrverandi, sem hefði verið lítt virkur á þingi síðasta ár.

Brotthvarfið gæti þýtt að framsóknarmenn sem hugnaðist ekki vinnubrögð hans sneru aftur. Sjálfur gefur Sigmundur Davíð lítið fyrir þessa gagnrýni á sig og segir hana í samræmi við þá línu sem andstæðingar sínir í flokknum haldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert