Föst skot á milli forystumanna

Frá fundi formannanna.
Frá fundi formannanna. mbl.is/Eggert

For­ystu­menn stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi skutu föst­um skot­um á hvorn ann­an í gær­kvöldi í kjöl­far langra funda­halda um það með hvaða hætti staðið yrði að þinglok­um. Beind­ust skot­in einkum að Bjarna Bene­dikts­syni, for­sæt­is­ráðherra og for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Sam­komu­lag náðist að lok­um á sjö­unda tím­an­um en ljóst er af skeyta­send­ing­un­um að ekki eru all­ir sátt­ir við lend­ing­una.

Þannig sakaði Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, Bjarna um hafa með ógeðfelld­um brögðum neytt aðra flokka til sam­komu­lags um þinglok með því að „nota bága stöðu barna í neyð sem póli­tíska skipti­mynt.“ Und­ir þetta tók Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en Birgitta og Logi kusu að skrifa ekki und­ir sam­komu­lagið um þinglok. For­ystu­menn annarra flokka und­ir­rituðu sam­komu­lagið.

Vísuðu Birgitta og Logi þar til fyr­ir­hugaðra breyt­inga á lög­um um út­lend­inga sem snúa að stöðu barna í röðum hæl­is­leit­enda. Um tíma­bundið ákvæði er að ræða sem gild­ir fram yfir þing­kosn­ing­ar. Einkum Pírat­ar og Sam­fylk­ing­in vildu setja inn bráðabirgðaákvæði í stjórn­ar­skrána um að hægt yrði að breyta henni á næsta kjör­tíma­bili með aukn­um meiri­hluta á Alþingi og þjóðar­at­kvæði án nýrra þing­kosn­inga.

Smári McCart­hy, þingmaður Pírata, tjáði sig einnig um málið á Face­book í gær­kvöldi líkt og Birgitta og Logi og sagði Bjarna hafa hótað „að ógna lífi barna og neita þolend­um kyn­ferðisof­beld­is um rétt­læti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðli­legri kröfu um lýðræðisúr­bæt­ur.“ Pírat­ar og Sam­fylk­ing­in ætla að freista þess að gera loka­tilraun til þess að fá stuðning við stjórn­ar­skrár­málið á þing­fundi sem hefst í dag klukk­an 13:30.

Bjarni brást illa við þess­um ásök­un­um Birgittu og Loga á Face­book og spurði hvort ekki væri komið nóg af slík­um mál­flutn­ingi. „Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta fram­lag til bættr­ar þjóðfé­lagsum­ræðu - leiðin til að end­ur­heimta traust á stjórn­mál­um?“ Benti hann á að meiri­hluti þings­ins gæti sett mál á dag­skrá. Hins veg­ar væru flest­ir flokk­anna á þingi sam­mála um að af­greiða ákveðin mál en láta stjórn­ar­skrána bíða.

Benti hann á að fyr­ir skömmu hafi hann lagt fram til­lögu að verklagi við að breyta stjórn­ar­skránni sem Pírat­ar hafi lagst gegn. „Það er mín skoðun að ef hrófla á við ein­hverju í stjórn­ar­skránni skuli vandað til verka, gef­inn tími til um­sagna og nefndameðferðar. Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá verðskuldi ásak­an­ir um að skeyta engu um líf barna eða fá­læti vegna kyn­ferðis­brota?“

Friðjón R. Friðjóns­son, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Bjarna og nú­ver­andi al­manna­teng­ill, lagði einnig orð í belg á Face­book þar sem hann brást við um­mæl­um Birgittu og Loga um að Bjarni hefði nor­fært sér önn­ur mál til að stöðva stjórn­ar­skrár­málið. „Get­ur verið að menn hafi verið að nota grafal­var­lega mál eins og ör­yggi og vel­ferð barna til að reyna að koma gælu­verk­efn­um eins og nýrri stjórn­ar­skrá í gegn­um þingið?“

Sam­komu­lagið um þinglok ger­ir ráð fyr­ir að af­greitt verði laga­frum­varp um að af­nema upp­reist æru úr lög­um og verða all­ir for­ystu­menn flokk­anna flutn­ings­menn. Enn­frem­ur að gerðar verði áður­nefnd­ar breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um vegna barna í röðum hæl­is­leit­enda. Önnur mál sem tek­in verða fyr­ir snúa að þing­kosn­ing­un­um eða forms­atriðum. Gert er ráð fyr­ir að mál­in verði af­greidd í dag og að Alþingi verði síðan slitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert