„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, sak­ar Bjarna Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að hafa beitt ógeðfelld­um brögðum til að neyða aðra flokka til sam­komu­lags um þinglok, og hótað að taka þingið í gísl­ingu féllust menn ekki á vilja hans.

„Ekki tókst að fá í gegn þá sjálf­sögðu lýðræðis­aukn­ingu að breyta mætti stjórn­ar­skrá með aukn­um meiri­hluta og skjóta þeim breyt­ing­um til al­menn­ings í þjóðar­at­kvæði. Bjarni Ben beitti þeim ógeðfelldu brögðum að nota bága stöðu barna í neyð sem póli­tíska skipti­mynt til að neyða aðra flokka til sam­komu­lags um þinglok. Hann hótaði því að taka þingið í gísl­ingu ef við féll­umst ekki á vilja hans sem note bene sit­ur í van­trausts­starfs­stjórn í for­sæt­is­ráðherra­stól um að taka breyt­inga­til­lög­una út af borðinu,“ skrifaði Birgitta á Face­book-síðu sína í kvöld.

Hún seg­ir að það hafi verið öm­ur­legt að horfa upp á vinnu­brögð Bjarna. Hann hafi al­farið neitað að „ræða mál­in og hafði ekk­ert fram að færa nema hót­an­ir og al­menn­an dóna­skap. Ég og mín­ir sam­flokks­menn gát­um ekki fellt okk­ur við slík mála­lok og vor­um því ekki til­bú­in að fall­ast á þetta þingloka­sam­komu­lag og hið sama gerði Sam­fylk­ing­in.“

Birgitta seg­ir að þau ætli að gera loka­tilraun til að kanna vilja þings­ins sem sé sá að það sé klár meiri­hluti fyr­ir þess­ari breyt­ingu, en því miður sé það líka þannig að það hafi ekki verið „hægt að sann­færa hina um að fara bara hart í Bjarna og sjá hvort að hann hafi ekki bara verið að blöffa með þess­ari hót­un um málþóf,“ skrif­ar hún.

Bjarni sagði í færslu sem hann birti á Face­book-síðu sinni fyrr í kvöld, að nokkr­ir þing­menn færu mik­inn vegna þess að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni væru ekki hluti sam­komu­lags­ins. „Þannig seg­ir Smári McCart­hy, sem ný­lega var í frétt­um fyr­ir rætn­ar sam­lík­ing­ar við mál Jimmy Sa­vile, að ég hafi með aðkomu minni að þingloka­samn­ing­um hótað „að ógna lífi barna og neita þolend­um kyn­ferðisof­beld­is um rétt­læti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðli­legri kröfu um lýðræðisúr­bæt­ur“,“ skrif­aði Bjarni og spurði hvort ekki sé komið ágætt af svona löguðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert