Björn Ingi til liðs við Sigmund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson. Eva Björk Ægisdóttir

Björn Ingi Hrafnsson, sem á dögunum tilkynnti um framboð Samvinnuflokksins í komandi alþingiskosningum, hefur nú lýst því yfir að Samvinnumenn muni ganga til liðs við nýtt framboð undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins.

Á Facebook-síðu sinni segir Björn Ingi að úrsögn Sigmundar úr Framsóknarflokknum marki vatnaskil. „Ég fagna því mjög að við Íslendingar fáum aftur tækifæri til að kynnast framtíðarsýn hans sem stjórnmálaforingja, enda geta flestir verið sammála um þann mikla árangur sem náðist fyrir land og þjóð undir hans forystu á sínum tíma,“ skrifar Björn Ingi.

Björn Ingi segir að hann telji mikilvægt að sameina framfarasinnað fólk með samvinnu að leiðarljósi. Samvinnufólk ætli því glaðbeitt að ganga til liðs við nýja miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir á Facebook-síðu sinni að hann fagni ákvörðun Samvinnumanna og annarra þeirra sem hafa lýst sig reiðubúna til að starfa að nýju miðjuframboði.

„Það er ánægjulegt að margir vilji ganga til liðs við okkur. Vegna fyrirspurna er þó rétt að geta þess að hið nýja framboð mun ekki sameinast öðrum hópum, flokkum eða hreyfingum. Það býður alfarið fram á eigin forsendum,“ skrifar Sigmundur Davíð.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert