Fjöldi mála fellur niður

Steingrímur J. Sigfússon er í forsetastóli. Hann hefur setið á …
Steingrímur J. Sigfússon er í forsetastóli. Hann hefur setið á þingi lengst allra eða frá árinu 1983. Hann hefur setið 42 löggjafarþing alls. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fundum Alþingis, 147. löggjafarþings, var frestað rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt miðvikudags. Þingkosningar munu fara fram 28. október. Þann dag verður þingið rofið.

„Þetta verður í sögubókunum meðal stystu löggjafarþinga, þó ekki það stysta,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.

Þingið var að störfum frá 12. september og stóð því yfir í 16 daga. Í handbók Alþingis má finna yfirlit yfir löggjafarþingin frá upphafi 1875. Þar má ma. sjá að 129. löggjafarþingið 2003, aukaþing, stóð aðeins yfir í tvo daga, 26. og 27. maí. 124. löggjafarþingið 1999, aukaþing, stóð yfir í 9 daga og 134. löggjafarþingið 2007, aukaþing, stóð yfir í 14 daga.

Þingfundir á nýliðnu þingi voru samtals átta á sex þingfundadögum. Þeir stóðu samtals í tæpar 22 klukkustundir. Þar af var fundarhlé í 3 klukkustundir og 42 mínútur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert