Fagnar því að kjósendur velti málum fyrir sér

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn eiga …
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn eiga mikið inni. mbl.is/Eggert

Ótt­arr Proppé, heil­brigðisráðherra og formaður Bjartr­ar framtíðar, seg­ir könn­un MMR end­ur­spegla þá miklu hreyf­ingu sem sé á fylgi milli stjórn­mála­flokka. Sam­kvæmt könn­un­inni sem gerð var dag­ana 26.-28. sept­em­ber, er Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð stærsti flokk­ur­inn með 24,7% fylgi, en Sjálf­stæðis­flokk­inn með 23,5%.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir Viðreisn og Björt framtíð ná ekki 5% mark­inu sam­kvæmt MMR könn­un, sem mæl­ir fylgi Viðreisn­ar 4,9% og Bjartr­ar framtíðar 2,5%.

Fylgi við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son er 7,3% sam­kvæmt könn­un­inni, en Fram­sókn­ar­flokk­urin er með 6,4% fylgi, Sam­fylk­ing­in og Pírat­ar með um 10% fylgi hvor flokk­ur og Flokk­ur fólks­ins með 8,5% fylgi.

„Mín viðbrögð við könn­un­inni al­mennt er að hún end­ur­spegl­ar þessa miklu hreyf­ingu sem er á fylgi milli flokka,“ seg­ir Ótt­arr. „Kjós­end­ur virðast vera svo­lítið óör­ugg­ir með sig og það er í sjálfu sér kannski ekki skrýtið miðað við óvenju­leg­ar aðstæður.“

Hef­ur trú á að flokk­ur­inn eigi meira inni

Björt framtíð hafi engu að síður fulla trú á að flokk­ur­inn eigi mun meira inni. „Við erum auðvitað bara rétt að kom­ast inn í kosn­inga­bar­áttu þar sem að aðrir nýir flokk­ar og inn­an­flokka­átök í öðrum flokk­um hafa átt at­hygl­ina að miklu leyti und­an­farna daga.“

Nokkr­ar gagn­rýn­isradd­ir hafa heyrst sem segja Bjarta framtíð hafa ætlað að bæta vin­sæld­ir sín­ar með stjórn­arslit­un­um. Ótt­arr seg­ir slík­ar radd­ir ekki há­vær­ar. „Við heyr­um miklu meira frá fólki sem hef­ur full­an skiln­ing á að við slit­um stjórn­ar­sam­starf­inu með ríkri ástæðu vegna trúnaðarbrests. Við geng­um inn í þetta stjórn­ar­sam­starf til að axla ábyrgð, en ekki til þess að afla okk­ur vin­sælda og það sama má segja um okk­ar ákvörðun að slíta því. Þannig að ég vil meina að þess­ar kald­hæðnisradd­ir séu hvorki ráðandi né yf­ir­gnæf­andi.“

Sókn­ar­færi fel­ast í breyt­ing­un­um

Ótt­arr seg­ir Bjarta framtíð vera ný­leg­an flokk sem stofnaður hafi verið inn í breyt­ing­ar í ís­lenskri póli­tík „Það er al­veg ljóst að það eru mikl­ar breyt­ing­ar og vær­ing­ar í ís­lenskri póli­tík og það er auðvitað sókn­ar­færi fyr­ir þá sem vilja bæta hana. Þannig að það er full ástæða til að fagna því að hlut­ir séu á hreyf­ingu og að kjós­end­ur séu að velta mál­un­um al­var­lega fyr­ir sér.“

Hann seg­ir upp­röðun á lista Bjartr­ar framtíðar enn frem­ur ganga ágæt­lega. Sam­kvæmt lög­um flokks­ins sé það hlut­verk upp­still­inga­nefnd­ar að gera til­lög­ur að upp­röðun á lista í sam­ráði við flokks­menn um land allt, enda sé leit­ast við að stilla upp list­um sem hvað mest sátt sé um. „Hún er að störf­um á fullu og síðan verða til­lög­ur henn­ar lagðar fyr­ir stjórn og ég geri ráð fyr­ir að það ger­ist á næstu dög­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert