Fimm manna stjórn Framsóknarfélags Norður-Þingeyjarsýslu - Austan heiðar, sagði af sér í gærkvöldi.
„Ástæðan er óánægja með vinnubrögð forystu flokksins gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,“ segir Aðalbjörn Arnarsson, formaður félagsins. „Menn voru t.a.m. ósáttir við það hvernig Sigmundur var settur út á flokksþingi o.fl.“ segir hann.
Að sögn Aðalbjarnar lýstu fjórir af fimm stjórnarmönnum því yfir í gær að þeir myndu ganga til liðs við nýjan flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrv. formanns Framsóknarflokksins, Miðflokkinn, og segja sig úr Framsóknarflokknum.