Hvorki Viðreisn né Björt framtíð myndu ná mönnum inn á þing

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir Morg­un­blaðið bend­ir til að tveir af frá­far­andi stjórn­ar­flokk­um, Viðreisn og Björt framtíð, muni ekki ná manni á þing í kom­andi þing­kosn­ing­um. Þá mun nýr flokk­ur Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, Miðflokk­ur­inn, held­ur ekki fá þing­sæti.

Graf/​mbl.is

Líkt og í síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyrr í þess­um mánuði mæl­ist VG stærsti flokk­ur­inn, með 28,8% fylgi. Sjálf­stæðis­flokk­ur kem­ur næst­ur með 24,3% fylgi. Mik­il dreif­ing er á fylg­inu og eru 9 flokk­ar með mark­tækt fylgi.

Í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG,  niður­stöðuna sýna að kjós­end­ur vilji stefnu­breyt­ingu í lands­mál­um. Þeir vilji að áhersla verði lögð á fé­lags­hyggju. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist hafa mikla trú á því að flokk­ur­inn geti sótt meiri stuðning. Sterka rík­is­stjórn þurfi til að leiða landið áfram.

Graf/​mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert