Hvorki Viðreisn né Björt framtíð myndu ná mönnum inn á þing

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið bendir til að tveir af fráfarandi stjórnarflokkum, Viðreisn og Björt framtíð, muni ekki ná manni á þing í komandi þingkosningum. Þá mun nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, heldur ekki fá þingsæti.

Graf/mbl.is

Líkt og í síðustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrr í þessum mánuði mælist VG stærsti flokkurinn, með 28,8% fylgi. Sjálfstæðisflokkur kemur næstur með 24,3% fylgi. Mikil dreifing er á fylginu og eru 9 flokkar með marktækt fylgi.

Í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,  niðurstöðuna sýna að kjósendur vilji stefnubreytingu í landsmálum. Þeir vilji að áhersla verði lögð á félagshyggju. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa mikla trú á því að flokkurinn geti sótt meiri stuðning. Sterka ríkisstjórn þurfi til að leiða landið áfram.

Graf/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka