Sigríður og Guðlaugur leiða í Reykjavík

Sigríður Andersen mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sigríður Andersen mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra munu leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll síðdegis í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Guðlaugur Þór mun leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík norður og Sigríður í Reykjavík suður. Brynjar Níelsson mun skipa annað sætið í Reykjavík suður, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík norður.

Guðlaugur Þór Þórðarson mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Guðlaugur Þór Þórðarson mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Reykjavík norður:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður
  3. Birgir Ármannsson alþingismaður            
  4. Albert Guðmundsson laganemi            
  5. Herdís Anna Þorvaldsdóttir varaborgarfulltrúi               

Reykjavík suður:

  1. Sigríður Á. Andersen          dómsmálaráðherra
  2. Brynjar Níelsson                alþingismaður   
  3. Hildur Sverrisdóttir            alþingismaður   
  4. Bessí Jóhannsdóttir            framhaldsskólakennari        
  5. Jóhannes Stefánsson          lögfræðingur     
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert