Sýnir að kjósendur vilja stefnubreytingu

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, seg­ist vera ánægð og þakk­lát fyr­ir stuðning­inn sem flokk­ur­inn fær sam­kvæmt nýrri könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið. Flokk­ur­inn mæl­ist sá stærsti hér á landi með 28,8%.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist ekki ósátt­ur við það fylgi sem flokk­ur­inn mæl­ist, en að hann telji að flokk­ur­inn geti sótt meiri stuðning fram að kosn­ing­um. Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir flokk­inn þurfa að bæta sig veru­lega og Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, seg­ir niður­stöðuna í lægri mörk­un­um.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna:

„Okk­ar mark­mið er að ná um­tals­vert betri ár­angri en síðast. Við telj­um að okk­ar mál­flutn­ing­ur mæl­ist vel fyr­ir. Hann snýst fyrst og fyrst um að við vilj­um sjá stefnu­breyt­ingu þegar kem­ur að upp­bygg­ingu vel­ferðarsam­fé­lags­ins, heil­brigðis­kerf­is­ins og skól­anna og skýr­ari sýn í um­hverf­is­mál­um.“

Graf/​mbl.is

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins:

„Það er langt í kosn­ing­ar. Ég er ekk­ert ósátt­ur við það að við hækk­um og ég hef mikla trú á því að við get­um sótt meiri stuðning. Ég finn að það er mjög góður andi í okk­ar hópi og hjá okk­ar stuðnings­mönn­um,“ seg­ir Bjarni. „Von­andi fáum við út úr þess­um kosn­ing­um sterka rík­is­stjórn sem get­ur leitt landið áfram, við þess­ar góðu aðstæður sem við búum við.“

Helgi Hrafn Gunn­ars­son Pírati:

„Ég segi nú bara enn og aft­ur – mér finnst gam­an þegar það fer upp og leiðin­legt þegar það fer niður. Það er allt í kort­un­um og mjög erfitt, ef ekki ómögu­legt, að átta sig á því hvernig þró­un­in verður,“ seg­ir Helgi. „Ég er al­veg sann­færður um það að við eig­um meira inni út frá mál­efn­un­um okk­ar, en það er spurn­ing hvort okk­ur tekst að tjá þau nógu skýrt til kjós­enda.“

Graf/​mbl.is

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins:

„Það virðist vera að mæl­ing­ar þessa dag­ana sýni þetta svona. Það hef­ur verið frek­ar nei­kvæð umræða um flokk­inn síðustu daga og við erum búin að vera í vinnu við að búa til fram­boð og höf­um ekki verið mikið í fjöl­miðlum sjálf. Nú er kosn­inga­bar­átt­an að hefjast. Ég vænti þess að við náum að snúa þessu veru­lega við í þeirri bar­áttu. Það er ætl­un okk­ar.“

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar:
„Við þurf­um að bæta okk­ur veru­lega til þess að verða nógu sterk­ur val­kost­ur til að tryggja hér fé­lags­hyggju­stjórn,“ seg­ir Logi Már. Spurður um mark­mið Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kosn­ing­un­um seg­ir Logi Már flokk­inn „fyrst og fremst ætla að tryggja einn þing­mann í hverju kjör­dæmi (6)“. „Allt um­fram það yrði gott,“ seg­ir hann.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins:

„Ég er bara ánægð, það er ekk­ert annað. Það eru all­ir að gera kann­an­ir núna þannig að maður má varla vera að því að fylgj­ast með þessu. Ég er rosa­lega ánægð með allt sem sýn­ir að við eig­um okk­ar fasta fylgi og það er gleðilegt. Allt annað er bara plús fyr­ir okk­ur og við bíðum og spyrj­um að leiks­lok­um. Við erum bara bjart­sýn og bros­andi í Flokki fólks­ins.“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar:

„Þetta er svona í lægri mörk­un­um. Auðvitað erum við óhress með það að vera und­ir mörk­um í þessu,“ seg­ir Bene­dikt. „Það hef­ur nátt­úr­lega margt verið að ger­ast í póli­tík­inni að und­an­förnu og við höf­um kannski ekki verið eins áber­andi með okk­ar mál og marg­ir. En ég hef sterka trú á því að þegar við minn­um bet­ur á okk­ur aft­ur þá eigi þetta eft­ir að batna.“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, stofn­andi Miðflokks­ins:

„Mér finnst þetta frá­bært miðað við hvenær könn­un­in var tek­in og að Miðflokk­ur­inn var ekki orðinn til fyrr en í gær [í fyrra­dag]. Það er ánægju­legt að sjá svona mæl­ingu.“

Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar:

„Auðvitað líst manni vel á þegar maður mæl­ist bet­ur. Mér finnst þetta sýna það að kjós­end­ur eru á miklu róti, enda kannski ekki skrítið miðað við óvænt­ar kosn­ing­ar og skrítna tíma í póli­tík­inni. Það er auðvitað bú­inn að vera mik­ill hávaði varðandi inn­an­flokksátök og klofn­inga í flokk­um og það hef­ur auðvitað mik­il áhrif á umræðuna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert