Einar vill fund um færslu þjóðvegar 1

Breiðdalsá. Breyta á þjóðvegur 1 og á hann að vera …
Breiðdalsá. Breyta á þjóðvegur 1 og á hann að vera skilgreindur um firðina í stað þess að liggja um Breiðdalsvík og Skriðdal, eins og verið hefur. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, er ósáttur við að fráfarandi samgönguráðherra Jón Gunnarsson skuli taka ákvörðun um færslu þjóðvegar 1 milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða. En ráðherra hefur ákveðið að þjóðvegurinn skuli á þessum kafla vera skilgreindur um firðina, en ekki um Breiðdalsheiði og Skriðdal, eins og verið hefur.

Hefur Einar óskað eftir opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar um málið.

„Ég óska hér með eftir opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar með ráðherra til að ræða þessa afdrifaríku ákvörðun og þær forsendur sem liggja henni til grundvallar. Ég biðla til annarra nefndarmanna að veita mér stuðning í þessu máli,“ segir í bréfi Einars.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér svarsendingu við bréfi Einars nú í morgun þar sem hann sagðist taka undir beiðnina.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert