„Ég hef heyrt þennan misskilning,“ segir Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður, er hann er spurður hvort hann ætli að ekki að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Hið rétta sé að nafni hans Vilhjálmur Bjarnason, löggiltur fasteignasali og varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem einnig hefur áður boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ætli ekki að gefa kost á sér.
Sjálfur kveðst Vilhjálmur ætla að gefa kost á sér og stefnir raunar að því að fjölga þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um einn í kjördæminu á næsta kjörtímabili. Þannig að þeir verði sex í stað fimm nú.