Sorgmædd yfir brotthvarfi Sigmundar

Lilja Alfreðsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á góðri stundu.
Lilja Alfreðsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á góðri stundu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum. Þetta endar með þessu en ég hefði kosið að svo væri ekki,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddi hún meðal annars brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum.

Hún sagði að liðið væri sterkara þegar það ynni saman en menn hefðu ekki talið sig geta unnið saman. „Ég reyndi allt hvað ég gat til að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Maður vill halda flokknum sínum saman en ég hef trú á mínum flokki.“

Lilja kom inn í stjórnmálin fyrir atbeina Sigmundar Davíðs og sagði að henni þætti leitt að hann væri ekki áfram í Framsókn. 

„Ég og Sigmundur Davíð höfum starfað mjög vel saman og mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur í Framsóknarflokknum en ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur,“ sagði Lilja og bætti við að hún hefði ákveðið að halda áfram að starfa í Framsóknarflokknum.

Ég er á því að miðjan muni styrkjast í þessum kosningum. Framsókn mun styrkjast og Miðflokki Sigmundar mun vegna vel. Öðrum minni flokkum mun ekki vegna jafn vel. Númer eitt, tvö og þrjú er að þjóðin á skilið pólitískan stöðugleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert