VG langstærsti flokkurinn

Fundur hjá VG í Suðvesturkjördæmi.
Fundur hjá VG í Suðvesturkjördæmi.

Vinstri­hreyf­ing­in –grænt fram­boð yrði lang­stærsti flokk­ur­inn á Alþingi ef kosið yrði nú, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Frétta­blaðsins, Stöðvar 2 og Vís­is. 

Vinstri græn fengju tæp­lega 29 pró­sent at­kvæða. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn yrði næst­stærsti flokk­ur­inn með rúm­lega 22 pró­sent. Pírat­ar og Sam­fylk­ing­in yrðu nán­ast jafn­stór, Pírat­ar fengju rúm­lega 11 pró­sent en Sam­fylk­ing­in fengi tæp­lega 11 pró­sent. 

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jak­obs­dótt­ir. Ljós­mynd Bragi Þór Jós­efs­son


Þá fengi Miðflokk­ur­inn tæp­lega 9 pró­senta fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Flokk­ur fólks­ins væru svo álíka stór­ir með tæp­lega 6 pró­senta fylgi. Viðreisn fengi 3 pró­sent og Björt framtíð rétt inn­an við 3 pró­sent. Í könn­un­inni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosn­ing­um. Vís­bend­ing­ar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosn­ing­um hygg­ist kjósa Sam­fylk­ing­una núna.

Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 sam­kvæmt lag­skiptu úr­taki 2. og 3. októ­ber. Svar­hlut­fallið var því 59,1 pró­sent og tók 62,1 pró­sent þeirra sem náðist í af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar. 

Um 9 pró­sent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 pró­sent sögðust vera óákveðin og tæp­lega 18 pró­sent svöruðu ekki spurn­ing­unni.

Sjá nán­ar á vef Vís­is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert