Biggi lögga í Framsókn

Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga eins og hann er …
Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga eins og hann er kallaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birg­ir Örn Guðjóns­son, sem þekkt­ur er und­ir nafinu Biggi lögga, hef­ur ákveðið að bjóða sig fram fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Rætt var við Birgi í þætti Svala og Svavars á K100 í morg­un um þessa ákvörðun hans.

Birg­ir ger­ir grein fyr­ir þess­ari ákvörðun sinni í færslu á Face­book í gær.

„Banka­hrunið og órétt­lætið sem mitt og önn­ur heim­ili fundu fyr­ir í kjöl­far þess kveiktu ein­hvern eld innra með mér í mér. Þá gat ég ekki haldið aft­ur að mér og fór þá að tjá mig um hlut­ina. Ein­hverra hluta vegna fóru marg­ir að hlusta á það sem ég sagði. Kannski var það vegna þess að fólk fann sam­svör­un í orðum mín­um og stöðu,“ skrif­ar Birg­ir sem lýs­ir stöðu fjöl­skyld­unn­ar eft­ir hrun.

Hann seg­ir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun að bjóða sig fram. „Eft­ir að hafa hugsað mig um og skoðað mál­in ákvað ég að bjóða mig fram á lista hjá þeim flokki sem stóð að því að losa fjöl­skyld­una mína úr skuldasnör­unni eft­ir hrunið. Flokkn­um sem tók ekki nei sem svar. Ég mun því bjóða mig fram á lista hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. Ég fann sam­svör­un í stefn­unni þeirra og líst ótrú­lega vel á fólkið þar.

Vinna mín í lög­regl­unni til margra ára og lífs­reynsla hef­ur gefið mér tæki­færi til að sjá marg­ar hliðar af sam­fé­lag­inu. Sum­ar af þeim hliðum líta vel út, en sum­ar eru laskaðar og aðrar hrein­lega hrund­ar. Ég tel mig hafa margt fram að færa fyr­ir sam­fé­lagið og ég er til­bú­inn að skella mér í vinnugall­ann,“ skrif­ar Birg­ir en færsl­una er hægt að lesa hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert