Í framboð fyrir Miðflokkinn

Gunnar Bragi Sveinssong (t.v.) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Gunnar Bragi Sveinssong (t.v.) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og fara í framboð fyrir Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum.

Morgunblaðið hefur öruggar heimildir fyrir þessu. Gunnar Bragi hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og er fyrrverandi utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ekki liggur enn fyrir í hvaða kjördæmi Gunnar mun bjóða sig fram en allar líkur eru taldar á að hann muni leiða lista flokksins í einu af sex kjördæmum landsins.

Gunnar Bragi sagði skilið við Framsóknarflokkinn í lok september þegar hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða lista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi. Þá sagðist hann kveðja sinn gamla flokk með mikilli sorg en sáttur við framlag sitt til hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert