Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, og Lárus Sigurður Lárusson lögmaður munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins nú í kvöld.
„Ég er mjög ánægð með þessa sterku lista sem við munum tefla fram í komandi kosningum og tel þá sýna þann mikla félagsauð sem Framsóknarflokkurinn býr yfir. Við erum að fá inn nýja liðsmenn sem hafa ekki starfað í flokknum og er það ánægjulegt.“ Þetta sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir í tilkynningu.
Lilja Dögg mun leiða í Reykjavík suður og Lárus Sigurður í Reykjavík norður. Alex Björn og Birgir Örn skipa annað og þriðja sæti listans í Reykjavík suður og Kjartan Þór og Tanja Rún í Reykjavík norður.
Reykjavík Norður:
- Lárus Sigurður Lárusson héraðsdómslögmaður
- Kjartan Þór Ragnarsson framhaldsskólakennari
- Tanja Rún Kristmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi
- Ágúst Jóhannsson markaðsstjóri og handboltaþjálfari
- Ingveldur Sæmundsdóttir viðskiptafræðingur
- Hinrik Bergs eðlisfræðingur
- Snædís Karlsdóttir laganemi
- Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður
- Ásgeir Harðarson ráðgjafi
- Kristrún Njálsdóttir háskólanemi
- Guðrún Sigríður Briem húsmóðir
- Kristinn Snævar Jónsson rekstrarhagfræðingur
- Stefán Þór Björnsson viðskiptafræðingur
- Linda Rós Alfreðsdóttir sérfræðingur
- Snjólfur F Kristbergsson vélstjóri
- Agnes Guðnadóttir starfsmaður
- Frímann Haukdal Jónsson rafvirkjanemi
- Þórdís Jóna Jakobsdóttir hárskeri
- Baldur Óskarsson skrifstofumaður
- Sigurður Þórðarson framkvæmdastjóri
- Andri Kristjánsson bakari
- Frosti Sigurjónsson fyrrv. alþingismaður
Reykjavík Suður:
- Lilja D. Alfreðsdóttir alþingismaður
- Alex B. Stefánsson háskólanemi
- Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður
- Björn Ívar Björnsson háskólanemi
- Jóna Björg Sætran varaborgarfulltrúi
- Bergþór Smári Pálmason Sighvats þakdúkari
- Helga Rún Viktorsdóttir heimspekingur
- Guðlaugur Siggi Hannesson laganemi
- Magnús Arnar Sigurðarson ljósamaður
- Aðalsteinn Haukur Sverrisson framkvæmdastjóri
- Kristjana Louise háskólanemi
- Trausti Harðarson framkvæmdastjóri
- Gerður Hauksdóttir ráðgjafi
- Hallgrímur Smári Skarphéðinsson vaktstjóri
- Bragi Ingólfsson efnaverkfræðingur
- Jóhann H. Sigurðsson háskólanemi
- Sandra Óskarsdóttir kennaranemi
- Elías Mar Caripis Hrefnuson vaktstjóri
- Lára Hallveig Lárusdóttir útgerðarmaður
- Björgvin Víglundsson verkfræðingur
- Sigrún Sturludóttir húsmóðir
- Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. alþingismaður
Lárus Sigurður Lárusson.
Ljósmynd/Aðsend