Leitaði fyrst til Bjartrar framtíðar

Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar í dag.
Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Hann var búinn að leita til okkar áður og lýsti því yfir að hann vildi vera með. Hann er bara búinn að vera að leita sér að vinnu,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar blaðamaður leitaði viðbragða við þeirri ákvörðun Jóns Gnarrs, eins stofnenda Bjartrar framtíðar, að ganga til liðs við Samfylkinguna.

Jón mun koma að kosningabaráttu flokksins og veita ráðgjöf.

Björt segir ekki koma á óvart að gamall skemmtikraftur geti brugðið sér í ýmis líki. „Það kom bara upp úr dúrnum að við gátum ekki borgað honum og þar við sat.“ 

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert

Jón segir af og frá að hann hafi sóst eftir launuðu starfi hjá Bjartri framtíð áður en hann kaus að skrá sig í Samfylkinguna. „Nei, ég er nú ekki einu sinni svo hugmyndaríkur að mér hefði dottið það í hug,“ segir Jón. Aðspurður segist hann þó vera á launum hjá Samfylkingunni. „Kosningabarátta og sá heimur þykir mér heillandi og mér finnst ég fá tækifæri til að starfa með mjög áhugaverðum hópi hjá Samfylkingunni.“

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vill heldur ekki kannast við að Jón hafi óskað eftir slíku hlutverki innan flokksins. „Hann hefur verið í sambandi við mig og einstaka sinnum sést á fundum hjá okkur en það varð nú ekkert meira úr því,“ segir Óttarr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert