Stóra verkefnið alvöru stöðugleiki

Katrín Jakobsdóttir á Landsfundi Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir á Landsfundi Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Síðasta rík­is­stjórn hrökklaðist frá og við heyr­um skýra kröfu frá fólk­inu í land­inu sem vill breytta tíma, nýja rík­is­stjórn sem set­ur hags­muni al­menn­ings í for­gang. Ísland þarf trausta rík­is­stjórn sem vill gera bet­ur fyr­ir fólkið í land­inu og spring­ur ekki vegna van­trausts og­leynd­ar­hyggju löngu áður en kjör­tíma­bilið klár­ast,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, í setn­ing­ar­ræðu sinni á Lands­fundi flokks­ins.

„Ef fólkið í land­inu vill breytt­ar áhersl­ur í stjórn lands­ins þá segj­um við: Gjörið svo vel, skoðið stefnu­skrá okk­ar og skynjið kraft­inn sem býr í okk­ur. Þess vegna  göng­um við nú til fund­ar við fólkið í land­inu og ósk­um eft­ir umboði til að mynda góða og trausta rík­is­stjórn. Við skul­um vera bar­áttuglöð og bjart­sýn; ég hlakka til að vinna með ykk­ur og ég hlakka svo sann­ar­lega til að láta verk­in tala eft­ir kosn­ing­ar,“ sagði Katrín enn­frem­ur í ræðu sinni.

Katrín sagði mikið talað um að þörf væri á stöðug­leika í stjórn­ar­far lands­ins sem væri al­veg rétt. „En það er nú samt þannig að þeir stjórn­mála­menn sem tala hvað hæst og mest um stöðug­leika eru ein­mitt þeir sem síst hafa efni á því. Eða hvað þykj­ast þing­menn og ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins geta sagt kjós­end­um um póli­tísk­an stöðug­leika? Þetta er flokk­ur­inn sem leiddi hrun­stjórn­ina, sat í Pana­ma­stjórn­inni og leiddi nú síðast þá stjórn sem starfaði svo stutt að ekk­ert nafn hafði fund­ist á hana.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Óstöðug­leik­inn ein­hverj­um öðrum að kenna

Spurði hún hver væri lyk­ill­inn að póli­tísk­um stöðug­leika. Þing­menn og ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins myndu lík­lega svara að hann væri stór­ir og sterk­ir stjórn­mála­flokk­ar sem þyrftu helst líka að vera gaml­ir og íhalds­sam­ir.

„Óstöðug­leik­inn er alltaf ein­hverj­um öðrum að kenna. Hvernig væri að líta í eig­in barm? Staðreynd­in er sú að póli­tísk­ur stöðug­leiki á Íslandi nú­tím­ans næst ekki með gam­aldags frekjupóli­tík. Póli­tík þar sem "stór­ir og sterk­ir flokk­ar" berja öll mál í gegn með offorsi og yf­ir­gangi án þess að hlusta á gagn­rýni eða aðrar radd­ir og helst með minnsta mögu­lega meiri­hluta. Þetta er vond og úr­elt hug­mynd og auðvitað spring­ur slík rík­is­stjórn!“

Katrín sagði tím­ana vera breytta og breytt­ir tím­ar kölluðu á breytta póli­tík. „Lyk­ill­inn að póli­tísk­um stöðug­leika á Íslandi nú­tím­ans er sá að breyta vinnu­brögðum að koma hreint fram; að vanda stjórn­sýslu; að hlusta á önn­ur sjón­ar­mið af virðingu. Og um­fram allt: að stjórna land­inu af skyn­semi og yf­ir­veg­un. Þetta er ákall al­menn­ings. Og þetta er ákall sem við Vinstri-græn ætl­um að svara.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Póli­tísk­ur stöðug­leiki fá­tæk­um lít­ils virði

VG ætlaði að bjóða upp á betri for­ystu fyr­ir Ísland og allt aðrar áhersl­ur en boðið hafi verið upp á und­an­far­in fjög­ur ár. „For­ystu sem ger­ir bet­ur og get­ur komið á al­vöru póli­tísk­um stöðug­leika. Ekki stöðug­leika sem bygg­ir á því að festa rang­læti í sessi held­ur stöðug­leika sem bygg­ist á sam­fé­lags­legri sátt. Fé­lags­leg­um stöðug­leika.“

Hins veg­ar væri póli­tísk­ur stöðug­leiki lít­ils virði ef all­ir innviðir væru van­rækt­ir. Mennta­kerfið svelt og grafið und­an heil­brigðis­kerf­inu. Póli­tísk­ur stöðug­leiki væri fólki sem haldið væri niðri í stöðugri fá­tækt lít­ils virði. Fólki sem næði ekki sam­an end­um um hver mánaðar­mót á sama tíma og talað væri um efna­hags­leg­an upp­gang á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Nær ekki end­um sam­an um hver mánaðamót á sama tíma og talað er um efna­hags­leg­an upp­gang á öll­um sviðum

„Stóra verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar er að koma á al­vöru stöðug­leika fyr­ir fólkið sem býr í þessu landi. Og þegar ég segi al­vöru stöðug­leiki, þá á ég við öfl­uga upp­bygg­ingu fyr­ir at­vinnu­lífið og byggðirn­ar, mennta­kerfið og heil­brigðisþjón­ust­una, aldraða og ör­yrkja og svo mætti lengi telja.
Það er eng­inn stöðug­leiki fólg­inn í því að láta innviði lands­ins mæta af­gangi í miðju góðæri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert