Edward H. Hujibens var kosinn varaformaður Vinstri grænna með 66,4% atkvæða á landsfundi flokksins í dag. Óli Halldórsson sem einnig bauð sig fram til embættis varaformanns hlaut 31% atkvæða. Alls greiddu 223 atkvæði en 2,2% voru auðir og/eða ógildir.
„Traust er það mikilvægasta sem stjórnmálamaður hefur. Ég ætla ekki að bregðast traustinu,“ sagði Edward eftir úrslit kosninganna.