Baráttan verður snörp

Kosningabaráttan er að komast á fullt skrið.
Kosningabaráttan er að komast á fullt skrið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Sveifl­urn­ar eru mikl­ar, það er óhætt að segja það. Árið 2009 varð mik­il fylg­is­sveifla og hún hef­ur auk­ist frá hruni og stig­magn­ast,“ seg­ir Eva Heiða Önnu­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur, spurð um niður­stöður könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar HÍ sem fram­kvæmd var fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 2. til 6. októ­ber sl.

Eva Heiða vís­ar til vax­andi fylg­is­hruns fjór­flokks­ins í alþing­is­kosn­ing­um síðustu ára. Um ára­bil hafi fylgi hans verið um níu­tíu pró­sent, en það hafi minnkað mjög. „Árið 2013 fékk hann um 75% og árið 2016 um 65%,“ seg­ir Eva Heiða, en sam­kvæmt áður­nefndri könn­un er fylgi flokk­anna fjög­urra, Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna, um 65%.

Graf/​mbl.is

„Það sem slær mann mest er fylg­istap Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Eva Heiða. Spurð hvort fylgið staðnæm­ist nú við kjarna­fylgi hans seg­ir hún að því sé erfitt að svara. „Ég hélt því fram árin 2009 og 2013 að hann væri kom­inn niður í kjarna­fylgi sitt í um 25%, en ég myndi nú segja að þarna væru bara hans hörðustu stuðnings­menn að baki,“ seg­ir Eva Heiða, en sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar munu 24% svar­enda sem kusu Sjálf­stæðis­flokk­inn árið 2016 kjósa VG nú. 40% þeirra sem kusu Fram­sókn­ar­flokk síðast hyggj­ast kjósa Miðflokk­inn og 22% þeirra sem kusu Pírata síðast hyggj­ast kjósa VG nú, að þvi er fram kem­ur í um­fjöll­un um kosn­inga­bar­átt­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Graf/​mbl.is
Graf/​mbl.is



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert