Einstakt tækifæri til sóknar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að kosningarnar í haust snúist um einstakt tækifæri til að halda áfram þeirri vinnu sem ráðist var í á árunum 2013 til 2016, en sú vinna hafi skilað einstökum árangri. Í þeim árangri hafi meðal annars falist mesti og hraðasti viðsnúningur á efnahagslífi nokkurs ríkis í seinni tíð. 

„Nú getum við haldið áfram með hið augljósa framhald. Við getum skilað þessum árangri til fólksins sem á hann, fólksins í landinu. Við getum líka notað þær aðstæður sem hafa skapast til þess að ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins, koma hér á fjármálakerfi sem virkar fyrir almenning og fyrirtæki á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð, en rætt er ítarlega við hann í Morgunblaðinu í dag. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann bætir við að kosningarnar feli í sér tækifæri til þess að setja af stað stórsókn í byggðamálum sem Miðflokkurinn hafi boðað undir heitinu „Ísland allt“. Með þeirri stefnu mætti tengja landið þannig að það yrði sem ein heild. Þá yrði einnig hægt að standa við þau fyrirheit sem eldri borgurum á Íslandi hafi verið gefin. 

„En við getum líka ráðist í stórsókn í innviðum landsins, uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og svo framvegis, því að aðstæður hafa aldrei verið eins góðar og nú til þess að hefja sókn til að bæta lífskjör á Íslandi og gera það betra en nokkru sinni áður að búa á þessu góða landi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert