Vinstri grænir með 21,8% fylgi

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinstri grænir mælast með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR, eða 21,8%.

Sjálfstæðisflokkurinn er skammt undan með 21,1% fylgi. Gagnaöflun stóð yfir dagana 6. til 11. október.

Bæði Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tapað fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 28. september. Þá mældust Vinstri grænir með 24,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5% fylgi.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 13% en það er aukning upp á 3 prósentustig frá síðustu mælingu.

Miðflokkurinn mælist með stuðning 10,7% kjósenda og mælist þar með stærri en Píratar, Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Alls sögðust 21,8% styðja ríkisstjórnina samanborið við 22,5% í síðustu könnun.

Alls svöruðu 966 einstaklingar könnuninni, 18 ára og eldri.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á stofnfundi Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert