Alþýðufylkingin hefur kynnt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi, en listann leiðir Erna Lína Örnudóttir, 19 ára háskólanemi úr Hafnarfirði. Í öðru sæti er Þorvarður B. Kjartansson, 25 ára tölvunarfræðingur, í því þriðja Guðmundur Sighvatsson, 52 ára byggingafræðingur og í fjórða sætið skipar Sigrún Erlingsdóttir flugfreyja, sem er 24 ára.
Hér fyrir neðan má sjá framboðslistann í heild sinni:
- Erna Lína Örnudóttir Baldvinsd. 19 ára háskólanemi, Hafnarfirði
- Þorvarður B. Kjartansson 25 ára tölvunarfræðingur, Garðabæ
- Guðmundur Sighvatsson 52 ára byggingafræðingur, Reykjan.
- Sigrún Erlingsdóttir 24 ára flugfreyja, Hafnarfirði
- Einar Andrésson 27 ára stuðningsfulltrúi, Reykjavík
- Maricris Castillo de Luna 36 ára grunnskólakennari, Reykjavík
- Erla María Björgvinsdóttir 23 ára verkamaður í álveri, Kópavogi
- Guðjón Bjarki Sverrisson 54 ára stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði
- Alina Vilhjálmsdóttir 24 ára hönnuður, Garðabæ
- Kári Þór Sigríðarson 52 ára búfræðingur, Akureyri
- Sigurjón Þórsson 31 árs tæknifræðingur, Hvammst.
- Tómas Númi Helgason 20 ára atvinnulaus, Reykjan.
- Sveinn Elías Hansson 56 ára húsasmiður, Reykjavík
- Sigurjón Sumarliði Guðmundss. 28 ára nemi, Reykjavík
- Bergdís Lind Kjartansdóttir 20 ára nemi, Kópavogi
- Viktor Penalver 26 ára öryrki, Hafnarfirði
- Stefán Hlífar Gunnarsson 20 ára vaktstjóri, Sandgerði
- Egill Fannar Ragnarsson 26 ára hlaðmaður, Reykjan.
- Kolbrún Ósk Óskarsdóttir 63 ára tónlistarkennari, Kópavogi
- Bjarki Aðalsteinsson 22 ára atvinnulaus, Reykjan.
- Patrick Ingi Þór Sischka 27 ára öryrki, Reykjavík
- Bjarni Júlíus Jónsson 18 ára pizzasendill, Reykjan.
- Gunnjón Gestsson 27 ára leiðbeinandi, Reykjavík
- Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson 43 ára ráðgj./stuðningsf. Garðabæ
- Axel Þór Kolbeinsson 38 ára öryrki, Reykjavík
- Guðmundur Magnússon 70 ára leikari, Reykjavík