Guðfinna leiðir Miðflokkinn í Reykjavík norður

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi og héraðsdómslögmaður mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir komandi alþingiskosningar. Guðfinna er meðal þeirra sem hafa flutt sig frá Framsóknarflokknum yfir í hinn nýstofnaða flokk, en hún var kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Framsókn og flugvallarvini. 

Í tilkynningu frá Miðflokknum kemur fram að Guðfinna hafi sem fulltrúi í borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar lagt höfuðáherslu á húsnæðismál í Reykjavík og lausn húsnæðisvandans.

Í störfum sínum að húsnæðismálum á undanförnum árum hefur Guðfinna m.a. setið í stjórn Húseigendafélagsins og Búseta, verið formaður kærunefndar húsamála og tekið þátt í gerð lagafrumvarpa, reglugerða, úrskurða og álitsgerða, kennt og haldið fyrirlestra um fasteignamál.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka