Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en í fyrra

Í fyrradag höfðu 1.663 einstaklingar greitt atkvæði hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna alþingiskosninganna sem fram fara 28. október nk.

Á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrrahaust höfðu 937 kosið utan kjörfundar og í forsetakosningunum í fyrra 1.808. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer nú fram í Smáralind, en fór áður fram í Perlunni.

Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs, sagir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag að á mánudag hefðu 245 greitt atkvæði og á þriðjudag 215.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert