Frestur til að skila inn framboðslistum fyrir Alþingiskosningar þann 28. október næstkomandi rann út klukkan 12 á hádegi í dag. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum eru nú komnar með listana í hendur. Fæst eru framboðin níu, í Norðausturkjördæmi, en flest eru þau ellefu í fjórum kjördæmum.
Þeir flokkar sem eiga sæti á Alþingi bjóða fram í öllum kjördæmum ásamt Miðflokknum og Flokki fólksins. Alþýðufylkingin og Íslenska þjóðfylkingin bjóða fram í fjórum kjördæmum, en Dögun býður aðeins fram í Suðurkjördæmi. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar vantaði Miðflokkinn á lista flokkana í Suðurkjördæmi, en það hefur verið leiðrétt.
Á morgun fundar svo yfirkjörstjórn og fer yfir hvort einhverjir gallar eru á framboðunum. Finnist gallar er umboðsmönnum lista gefinn kostur á að leiðrétta þá og má veita frest í því skyni. Ef gallar sem yfirkjörstjórn hefur bent á eru ekki leiðréttir innan tilsetts frests kveður hún upp úrskurð um hvort listi skuli fyrir það teljast ógildur. Hér fyrir neðan má sjá framboðin sem skiluðu inn listum til yfirkjörstjórnar fyrir klukkan 12 í dag.
Norðvesturkjördæmi:
Norðausturkjördæmi:
Suðurkjördæmi:
Suðvesturkjördæmi:
Reykjavíkurkjördæmi norður:
Reykjavíkurkjördæmi suður: