Viðreisn kæmist inn á þing

mbl.is/Ómar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallups, eða tæplega 24%, og kemur Vinstrihreyfingin - grænt framboð fast á hæla hans með 23%. Samfylkingin bætir við sig og er með 13% og bæði Miðflokkurinn og Píratar mælast með 9%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 7% fylgi, Flokkur fólksins með 6% og dalar fylgi hans en Viðreisn bætir aðeins við sig og mælist með 5%. Björt framtíð mælist með 3%. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þetta þýddi að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fengju 16 þingmenn hvor flokkur, Samfylkingin 9, Miðflokkurinn og Píratar 6, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 4 og Viðreisn einn segir í fréttinni.

Könnunin var gerð dagna 29. september til 12. október. Heildarúrtaksstærð var 3.876 einstaklingar sem valdir voru af handahófi úr viðmhorfshópi Gallup og var þátttökuhlutfall 59,2% og vikmörk 0,8 til 0,9%. Þrettán prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og tæplega 7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert