„Eigum að senda út skýr skilaboð“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við eig­um sem þjóð að senda út skýr skila­boð um að við ætl­um að leggja okk­ar af mörk­um vegna flótta­manna­vand­ans,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á Face­book. Til efnið er grein Ásmund­ar Friðriks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Morg­un­blaðinu í gær. 

Ásmund­ur seg­ir sjálf­ur á Face­book að grein hans um kostnað og þögg­un umræðunn­ar um hæl­is­leit­end­ur hafi vakið meiri at­hygli en hann reiknaði með.  „Ég fæ sterk og já­kvæð viðbrögð,“ skrif­ar Ásmund­ur.

 

 

Eig­um að beita sam­bæri­legri túlk­un og sam­starfsþjóðir okk­ar

Bjarni skrif­ar á Face­book að fram­lag okk­ar til þessa mála­flokks muni ávallt tak­mark­ast við stærð okk­ar og styrk en við höf­um þegar sýnt að það sem við ger­um skipt­ir máli.

„Við höf­um sett okk­ur metnaðarfull mark­mið, ætl­um að fylgja þeim eft­ir og gera enn bet­ur. Við þurf­um að vera í alþjóðlegu sam­starfi, það hef­ur skilað ár­angri sem við get­um verið stolt af og á þeim grunni skul­um við byggja til framtíðar.

Það er einkum einn þátt­ur þessa mála­flokks sem iðulega verður til­efni til harða orðaskipta. Það varðar það sem á stjórn­sýslu­máli heita til­hæfu­laus­ar um­sókn­ir um alþjóðleg vernd. Flest­ar um­sókn­ir þeirra sem koma frá ríkj­um sem ekki eru á lista yfir óör­ugg lönd falla und­ir þá skil­grein­ingu.

Sum­ir vilja að lög­in verði ávallt túlkuð rúmt. Í því fel­ist mesta mild­in. Ég hef verið þeirr­ar skoðunar að við eig­um að beita sam­bæri­legri túlk­un og sam­starfsþjóðir okk­ar. Reynsla stjórn­valda í öðrum lönd­um sýn­ir að það er mik­il­vægt að beita sam­ræmdri túlk­un regln­anna. Ella er boðið heim hætt­unni á að fá yfir okk­ur auk­inn fjölda um­sókna um hæli sem alls staðar ann­ars staðar yrði hafnað. Um leið dreg­ur úr getu okk­ar til að hjálpa þeim sem þurfa raun­veru­lega á skjóli að halda.

Það varð mik­il fjölg­un í hópi um­sækj­enda um alþjóðlega vernd í fyrra, þegar töl­urn­ar þrefölduðust milli ár­anna 2015 og 2016. Við sjá­um ekki sömu þróun milli ára nú, þar sem meðal­fjöldi um­sækj­enda á mánuði er sam­bæri­leg­ur milli ára. Með sam­fellu í af­greiðslu þess­ara mála höf­um við ekki ástæðu til að ætla að til­hæfu­laus­um um­sókn­um þurfi að fjölga hér frek­ar.

Í til­efni þeirr­ar umræðu sem átt hef­ur sér stað um það hvernig við get­um bet­ur tekið utan um þá sem hingað koma í leit að betra lífi má spyrja hvort ekki sé tíma­bært að fara nán­ar yfir al­menna reglu­verkið. Í gildi eru regl­ur vegna þeirra sem vilja koma til lands­ins og sækj­ast eft­ir dval­ar­leyfi. All­ir utan EES svæðis­ins þurfa þannig að upp­fylla ákveðin grunn­skil­yrði eins og að vera sjúkra­tryggðir, geta fram­fleytt sér og sannað á sér deili.

Í gegn­um tíðina hef ég rek­ist á dæmi um mál þar sem þess­ar al­mennu regl­ur gerðu fólki, sem vildi flytja hingað til að búa og starfa, allt of erfitt fyr­ir. Mér finnst því að það hljóti að vera mun nær­tæk­ara að end­ur­skoða þetta lagaum­hverfi en að slaka veru­lega á málsmeðferðar­kröf­um vegna hæl­is­leit­enda.

Við Íslend­ing­ar höf­um þegar lagt mikið af mörk­um. Fram­lög okk­ar til hjálp­ar­starfa hafa stór­vaxið. Hluti aðstoðar okk­ar felst í því að senda fólk á vett­vang og sinna borg­ara­leg­um verk­efn­um. Þá höf­um við í aukn­um mæli tekið á móti flótta­fólki beint úr flótta­manna­búðum. Hér heima fyr­ir höf­um við verið að auka stuðning við ís­lensku­kennslu, hús­næðis­leit og aðlög­un að sam­fé­lag­inu.

Alls kyns áskor­an­ir hafa fylgt þess­um breyttu aðstæðum fyr­ir stjórn­kerfi okk­ar en heilt yfir hef­ur tek­ist ágæt­lega til. Við höf­um brugðist hratt við. Málsmeðferðar­tími hef­ur styst veru­lega. Við höf­um styrkt stjórn­sýsl­una fjár­hags­lega og fag­lega og sett okk­ur það mark­mið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sam­bæri­leg við þá sem flótta­menn hafa fengið.

Mannúð og mildi eru leiðarljós okk­ar í þess­um mála­flokki og fjár­mun­um til hans er vel varið,“ skrif­ar Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert