Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.
Vinstri grænir eru skammt undan með 19,1% fylgi.
Gagnaöflun stóð yfir dagana 17. til 18. október.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna heldur áfram að minnka en Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1% fylgi og Vinstri græn með 21,8% fylgi í síðustu mælingu MMR, 11. október.
Á sama tíma jókst fylgi Samfylkingarinnar og mælist nú 15,8%. Flokkurinn mældist með 13% fylgi í síðustu mælingu og 10,4% undir lok september. Stuðningur við Samfylkinguna hefur því aukist um 5,4 prósentustig á innan við mánuði.
Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli mælinga. Alls sögðust 23,8% styðja ríkisstjórnina samanborið við 21,8% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 11,9% en mældist 10,5% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,0% en mældist 10,7% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknar mældist nú 8,% en mældist 5,9% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,7% samanborið við 3,6% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,3% en mældist 7,4% í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 1,6% samanborið við 4,2% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 0,8% samanlagt.
Alls tóku 1.007 einstaklingar þátt í könnuninni, 18 ára og eldri.