Eykur áhættu í hagkerfinu

Sérfræðingar vara við mikilli aukningu ríkisútgjalda.
Sérfræðingar vara við mikilli aukningu ríkisútgjalda. mbl.is/Golli

Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins.

Þetta segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun um kosningaloforð stjórnmálaflokkanna og bendir á að samkvæmt sígildri hagfræði eigi ríkið að halda sér til hlés í uppsveiflu en örva hagkerfið í niðursveiflu.

„Nú virðist sem tekið sé að hægja á efnahagslífinu og vonandi hillir undir mjúka lendingu. Aukin ríkisútgjöld myndu aftur á móti þenja hagkerfið á nýjan leik og koma því úr jafnvægi. Það gerðist í síðustu tveimur uppsveiflum, en slaki í ríkisfjármálum kosningaárin 1999 og 2007 kom efnahagslífinu á nýtt flug í 1-2 ár sem endaði með harðri lendingu.“ Henný Hinz, hagfræðingur og deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir hættu á að ríkissjóður muni ekki geta staðið undir útgjöldunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert