Mun girða fyrir svigrúm til skattalækkana næstu ár

Í kosningaslag hættir mönnum að lofa upp í ermina.
Í kosningaslag hættir mönnum að lofa upp í ermina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.

Þetta er mat Más Wolfgangs Mixa, lektors í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Með því verði skattahækkanir í kjölfar hrunsins við lýði í lengri tíma en ella. Það sé án fordæma síðustu 20 ár að skattbyrðin hjá launafólki sé svo mikil.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Már á að enginn flokkur boði skattalækkanir samhliða niðurskurði ríkisútgjalda. Máli sínu til stuðnings vísar Már til framboðsfundar forystumanna flokkanna hjá Samtökum iðnaðarins í fyrradag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert