Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

Sjálfstæðismenn styðjast mest við ódýrari leiðir í kosningarbaráttunni í ár.
Sjálfstæðismenn styðjast mest við ódýrari leiðir í kosningarbaráttunni í ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins.

Hann segir að kjördæmissambönd flokksins fái hluta af þeim peningum sem til ráðstöfunar eru, en einstök félög og fulltrúaráð flokksins afli síðan sjálf fjár og standi fyrir útgjöldum til viðbótar sem geti hækkað heildarupphæðina. Yfirsýn yfir það fáist hins vegar ekki fyrr en reikningar eru teknir saman að loknum kosningum.

Sjálfstæðismenn nota sjónvarpsauglýsingar meira en stundum áður, en á móti er dregið úr auglýsingum á öðrum vettvangi. „Dýrir glansbæklingar eins og tíðkuðust áður fyrr heyra sögunni til,“ segir Þórður. Samfélagsmiðlar séu mikið notaðir og einkum þá með „maður á mann“ aðferðinni, þar sem sjálfstæðismenn noti miðlana til að hafa beint samband við kjósendur, að því er fram kemur í umfjöllun um útgjöld flokkanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert