Ekki marktækur munur á D og V

Það styttist í að gengið verði til kosningar og þá …
Það styttist í að gengið verði til kosningar og þá mun endanleg niðurstaða liggja fyrir um hvaða fylgi flokkarnir fá. mbl.is/Ófeigur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,5% fylgi og Vinstri græn með 19,6% í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir birta í dag. Var könnunin framkvæmd dagana 23. til 27. október. Ekki mælist marktækur munur á milli flokkanna tveggja miðað við 95% öryggismörk.

Samfylkingin mælist með 14,7% og Miðflokkurinn með 10,2%.  Framsóknarflokkurinn er samkvæmt könnuninni með 9,6% sem og Píratar. Viðreisn með 7,1% og Flokkur fólksins með 4,3%. Björt framtíð mælist með 1,9%, Alþýðufylkingin 0,4% og Dögun 0,3%.

Graf/Zenter

Alls voru 1.242 sem svöruðu könnuninni og voru 962 sem tóku afstöðu. Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurningar:  „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“

Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.

Graf/Zenter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert