Ekki marktækur munur á D og V

Það styttist í að gengið verði til kosningar og þá …
Það styttist í að gengið verði til kosningar og þá mun endanleg niðurstaða liggja fyrir um hvaða fylgi flokkarnir fá. mbl.is/Ófeigur

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 22,5% fylgi og Vinstri græn með 19,6% í nýrri könn­un sem Zenter rann­sókn­ir birta í dag. Var könn­un­in fram­kvæmd dag­ana 23. til 27. októ­ber. Ekki mæl­ist mark­tæk­ur mun­ur á milli flokk­anna tveggja miðað við 95% ör­ygg­is­mörk.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14,7% og Miðflokk­ur­inn með 10,2%.  Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sam­kvæmt könn­un­inni með 9,6% sem og Pírat­ar. Viðreisn með 7,1% og Flokk­ur fólks­ins með 4,3%. Björt framtíð mæl­ist með 1,9%, Alþýðufylk­ing­in 0,4% og Dög­un 0,3%.

Graf/​Zenter

Alls voru 1.242 sem svöruðu könn­un­inni og voru 962 sem tóku af­stöðu. Þátt­tak­end­ur voru spurðir eft­ir­far­andi spurn­ing­ar:  „Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“

Gögn eru vigtuð til að úr­tak end­ur­spegli álit þjóðar­inn­ar. Tekið er til­lit til kyns, ald­urs og bú­setu.

Graf/​Zenter
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert