Skattleggja á millistéttina

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar

„Eina leiðin til að auka skatt­tekj­ur um­tals­vert er að skatt­leggja millistétt­ina. Lung­inn af Íslend­ing­um á vinnu­markaði er nú með ráðstöf­un­ar­tekj­ur á til­tölu­lega þröngu bili – þ.e. þegar tekið er til skatt­lagn­ing­ar og bóta. Og nýj­ar tekj­ur af tekju­skatti þarf því að sækja til fjöld­ans. Há­tekju­skatt­ar skila eng­um pen­ing­um. Og þeir sem hafa lægstu tekj­urn­ar borga ekki mikla skatta. Stærsti skatt­póst­ur­inn er aft­ur á móti virðis­auka­skatt­ur sem ekki hef­ur verið mikið til umræðu í þess­um kosn­ing­um,“ seg­ir Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands, í til­efni af skatta­til­lög­um flokk­anna fyr­ir kosn­ing­arn­ar á morg­un.

„Ég hef ekki séð nein­ar raun­hæf­ar til­lög­ur um hvernig auka má skatt­tekj­ur rík­is­ins að ein­hverju veru­legu marki nema því að aðeins að stækka kök­una með áfram­hald­andi hag­vexti. Við erum nú þegar mjög sköttuð á nær alla kanta. Það er erfitt að sjá það fyr­ir sér að hægt sé að sækja mikið meira fjár­magn með hærri skatt­byrði.“

Viðskiptaráð Íslands hef­ur birt grein­ingu á skatta­stefnu flokk­anna. Í þeirri sam­an­tekt er að finna nokkr­ar helstu til­lög­ur flokk­anna í skatta­mál­um. Við þessa sam­an­tekt var ekki horft til til­lagna Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar, Dög­un­ar eða Bjartr­ar framtíðar. Kann­an­ir hafa bent til að afar ólík­legt sé að flokk­arn­ir þrír muni ná inn manni á þing.

Hækki skatta á eldsneyti

Meðal til­lagna Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs er að hækka kol­efn­is­gjald. Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, hafi bent á að gjald, sem ýms­ar þjóðir hafa lagt á los­un kol­díoxíðs, sé um 80% of lágt til að gagn­ast sem skyldi til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Ásgeir seg­ir aðspurður að yf­ir­leitt séu áhrif­in af bens­ín­skött­um ekki mik­il á notk­un fólks á bif­reiðum og slík­ir skatt­ar komi sem bein tekju­færsla frá al­menn­ingi til rík­is­ins.

Ásgeir segir hóflega hækkun á bensínsköttum geta skilað talsverðum tekjum …
Ásgeir seg­ir hóf­lega hækk­un á bens­ín­skött­um geta skilað tals­verðum tekj­um til rík­is­ins. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

„Yf­ir­leitt eru skatt­ar á bens­ín og bif­reiðar óteyg­in eft­ir­spurn. Fólk verður að nota bíl­inn sinn. Það hafði tölu­verð áhrif eft­ir hrunið þegar bens­ínið hækkaði út af geng­is­fall­inu. Fólk hætti að keyra út úr bæn­um. En ég held að til­tölu­lega hóf­leg hækk­un á bens­íngjaldi muni ekki hafa veru­leg áhrif á bif­reiðanotk­un og muni geta skilað ein­hverj­um aukn­um tekj­um“

Syk­ur­skatt­ur skili litlu

VG legg­ur jafn­framt til að vöru­flokk­ar sem inni­halda sykraða gos­drykki og sykraða mat­vöru verði færðir í hærra virðis­auka­skattsþrep, eða úr 11% í 24% miðað við nú­ver­andi kerfi.

Ásgeir tel­ur aðspurður að skatt­tekj­ur af þessu verði hverf­andi.

Þá legg­ur VG til að tek­inn verði upp auðlegðarskatt­ur á ný. Rætt er um 1%-1,5% hlut­fall og ótil­greint frí­tekju­mark þannig að marg­ir verði und­anþegn­ir skatt­in­um. Er hann ætlaður „stór­eigna­fólki“. Jafn­framt legg­ur VG til há­tekju­skatt á árs­tekj­ur yfir 25 millj­ón­ir og þrepa­skipt­an fjár­magn­s­tekju­skatt.

Get­ur leitt til fjár­flótta

Ásgeir tel­ur þessa skatt­stofna held­ur ekki munu skila miklu í rík­is­sjóð.

„Það get­ur jafn­vel haft nei­kvæð áhrif [á tekj­ur rík­is­sjóðs] að leggja á auðlegðarskatt og hækka fjár­magn­s­tekju­skatt. Pen­ing­ar geta farið úr landi. Það þarf því fjár­magns­höft til að fá eitt­hvað úr þess­um skött­um. Þess ber að minn­ast að fjár­magns­höft voru þegar auðlegðarskatt­ur var við lýði [2010-2014].“

VG legg­ur jafn­framt til hækk­un veiðigjalda. Hversu mikið er ekki til­greint. Sam­kvæmt áætl­un með fjár­lög­um 2018 eiga þau að hækka úr 6,4 millj­örðum í ár í 10 millj­arða á næsta ári, eða um 56%.

Ásgeir tel­ur hækk­un veiðigjalda munu ekki skila miklu enda sé það mjög of­metið í al­mennri umræðu hvað sé hægt að fá mikið af fjár­magni með því að skatt­leggja fram­legð út­gerðar­inn­ar.

Skatt­ur á of­ur­laun skil­ar litlu

Meðal til­lagna Fram­sókn­ar­flokks­ins er að end­ur­skoða erfðafjárskatt.

Sam­kvæmt áætl­un með fjár­laga­frum­varpi 2018 mun hann skila 4 millj­örðum í ár en 4,4 millj­örðum á næsta ári.

Ásgeir tel­ur aðspurður að niður­fell­ing þessa skatt­stofns muni ekki hafa mik­il áhrif í hag­kerf­inu. Þó kunni hann að örva neyslu þegar arf­ur er greidd­ur út.

Þá legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn til há­tekju­skatt á „of­ur­laun“ og „of­ur­bónusa“. Líkt og með til­lögu VG um há­tekju­skatt tel­ur Ásgeir þetta munu litlu skila í rík­is­sjóð.

Eyk­ur tekj­ur fyrst, svo drag­ast þær sam­an

Pírat­ar hafa lagt fram skugga­fjár­lög.

Þar er meðal ann­ars lagt til að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt í 30%. Þó á að vera veitt­ur skattafslátt­ur á móti til að flest­ir fái skatta­lækk­un. Það er ekki út­skýrt frek­ar.

„Það gætu verið tölu­verð áhrif af þessu. Ef fjár­magn­s­tekju­skatt­ur hækk­ar til dæm­is árið 2019 verður straum­ur af pen­ing­um út úr öll­um einka­hluta­fé­lög­um og eign­ar­halds­fé­lög­um er hækk­un­in tæki gildi. Mér finnst mjög lík­legt að við sæj­um til­tölu­lega mikla aukn­ingu í tekj­um rík­is­ins af þess­um skatt­stofni strax á næsta ári en síðan er lík­legt að hærri skatt­pró­senta myndi skila eitt­hvað hærri tekj­um en hve mikið er óljóst. Fjár­magn er sem kunn­ugt er mjög hreyf­an­legt og flýr gjarn­an und­an skött­um, eða þá að far­veg­ir þess breyt­ast,“ seg­ir Ásgeir.

Þá vilja Pírat­ar meiri hækk­un gistinátta­skatts í ferðaþjón­ustu. Hversu mikið er ekki til­greint. Var gjaldið þre­faldað úr 100 krón­um í 300 krón­ur í haust.

Ásgeir tel­ur slík­ar breyt­ing­ar munu skila hverf­andi tekj­um í rík­is­sjóð.

Ásgeir segir hækkun á gistináttaskatti líklega skila hverfandi tekjum í …
Ásgeir seg­ir hækk­un á gistinátta­skatti lík­lega skila hverf­andi tekj­um í rík­is­sjóð. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Veiðigjöld hækki um 20%

Jafn­framt leggja Pírat­ar til að veiðigjald hækki sam­kvæmt áætl­un úr 10 í 12 millj­arða á næsta ári. Það er 20% hækk­un. Þá skuli heim­ild­ir til los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda seld­ar á hærra verði.

Ásgeir bend­ir á að stóriðjan noti núna lang­mest af kol­efniskvóta lands­ins og tekj­urn­ar af þess­um lið liggi því þar. „Ég hef ávallt skilið það þannig að kol­efniskvót­ar væru innifald­ir í samn­ing­um við stóriðjuna og að það sé ekki hægt að rukka fyr­ir þá sér­stak­lega. Lög­fróðir menn verða að úr­sk­urða um það mál en hér gætu ein­hverj­ir fjár­mun­ir verið í húfi.“

Skatta­lækk­un hefði mik­il áhrif

Til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í skatta­mál­um miða al­mennt að skatta­lækk­un­um. Ein þeirra er að lækka tekju­skatt (að meðtöldu út­svari) í neðra þrepi úr um 37% í um 35%.

Ásgeir seg­ir þetta munu hafa tölu­verð áhrif á tek­ur rík­is­sjóðs. „Lægsta þrepið hef­ur áhrif á alla. Þetta eru tölu­verðir pen­ing­ar en rynnu jafnt til nær allra á vinnu­markaði og myndi án efa örva eft­ir­spurn sem eitt og sér myndi skila ein­hverj­um aukn­um skatt­tekj­um,“ seg­ir Ásgeir.

Þá boðar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lækk­un trygg­inga­gjalds, líkt og fleiri flokk­ar. Ásgeir seg­ir trygg­inga­gjaldið hafa verið hækkað veru­lega í kjöl­far hruns­ins vegna mik­ils at­vinnu­leys­is. At­vinnu­lífið hafi gert kröfu um að þar sem at­vinnu­leysi hafi nú lækkað eigi hækk­un trygg­inga­gjalds­ins að ganga til baka. Það gildi þó hið sama og um lækk­un tekju­skatts. Áhrif­in verði mik­il.

Hvað varðar þá til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins að lækka fjár­magn­s­tekju­skatt og skatt­leggja raunávöxt­un í stað nafnávöxt­un­ar seg­ir Ásgeir þetta vera erfitt í fram­kvæmd. „Mun betri leið væri ein­fald­lega að stuðla að lít­illi verðbólgu frem­ur en fara út í slík­ar reikniæf­ing­ar,“ seg­ir hann.

Millistétt­in borg­ar alltaf

Sam­fylk­ing­in legg­ur til þrepa­skipt­an tekju­skatt, vill auka bilið milli skattþrepa og fjölga þeim.

„Laun flestra eru á til­tölu­lega þröngu bili. Þannig að all­ar hreyf­ing­ar á skattþrep­um, sem eru til­tölu­lega neðarlega, hafa veru­leg áhrif. Það er millistétt­in sem er aðalskatt­stofn­inn. Það er hún sem borg­ar alltaf og svo hef­ur alltaf verið. Skattaþrep­in liggja núna inn­an þess tekju­bils sem millistétt­in er með á Íslandi. Það ligg­ur því aug­um uppi að hreyf­ing­ar eða hækk­an­ir á þess­um þrep­um hafa því veru­leg áhrif á ráðstöf­un­ar­tekj­ur millistétt­ar­inn­ar með til­heyr­andi tekju­áhrif­um fyr­ir rík­is­sjóð. Hætt­an við slík­ar aðgerðir felst ávallt í hækk­un jaðarskatt­heimtu sem síðan dreg­ur úr vinnu­vilja þegar fólk átt­ar sig á því að auk­in vinna skil­ar nær eng­um auka­tekj­um.“

Þá legg­ur Sam­fylk­ing­in til að raf­orku­fyr­ir­tæki og hita­veit­ur greiði auðlinda­gjald.

Ásgeir seg­ir þetta leið til að láta stóriðjuna borga meiri skatta. Það muni hafa áhrif.

Lands­byggðarafslátt­ur skil­ar litlu

Meðal til­lagna Miðflokks­ins er að skapa skatta­lega hvata fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Ásgeir seg­ir slík­ar íviln­an­ir ekki skipta sköp­um fyr­ir rík­is­fjár­mál­in í stærra sam­hengi. Þær geti þó haft veru­leg staðbund­in áhrif úti á landi.

Hvað snert­ir þá til­lögu Miðflokks­ins að stöðva verðtrygg­ingu af neyt­endalán­um seg­ir Ásgeir þetta ekki munu hafa áhrif á tekj­ur rík­is­sjóðs.

Til­laga Miðflokks­ins um lækk­un trygg­inga­gjalds geti hins veg­ar vegið þungt.

Miðflokk­ur­inn legg­ur einnig til end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af bygg­ingu hús­næðis á „köld­um svæðum“. Ásgeir bend­ir á að aðeins 7% heim­ila á Íslandi búi á köld­um svæðum. Því verði efna­hags­leg áhrif slíkr­ar end­ur­greiðslu ekki endi­lega mik­il í heild­ar­sam­hengi þó staðbund­in áhrif geti verið mun meiri.

Lít­il breyt­ing frá nú­ver­andi kerfi

Viðreisn legg­ur til markaðstengt auðlinda­gjald í sjáv­ar­út­vegi. Líkt og með til­lög­ur annarra flokka um veiðigjöld tel­ur Ásgeir þetta ekki munu hnika til fjár­mál­um rík­is­sjóðs að miklu marki. Hins veg­ar geti svo­nefnt af­gjald í ferðaþjón­ustu skilað þó nokkr­um tekj­um í rík­is­sjóð.

Hvað varðar til­lögu Viðreisn­ar um skatt­frjálsa sparnaðar­reikn­inga fyr­ir fyrstu kaup­end­ur seg­ir Ásgeir hér lagt til sam­bæri­legt kerfi og verið hef­ur við lýði. Þetta muni því litlu breyta.

Mun kosta rík­is­sjóð mikið fé

Loks legg­ur Flokk­ur fólks­ins til hækk­un per­sónu­afslátt­ar svo tryggja megi 300 þúsund króna skatt­frjálsa fram­færslu á mánuði.

Ásgeir seg­ir að al­mennt sé hækk­un á per­sónu­afslætti af­skap­lega dýr fyr­ir rík­is­sjóð. Tekju­skatt­ur­inn sé enda risa­vax­inn skatt­stofn.

Má þar nefna að sam­kvæmt áætl­un með fjár­laga­frum­varpi 2018 er tekju­skatt­ur á ein­stak­linga tal­inn munu skila 179,2 millj­örðum króna á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka