Betri kjörsókn en í fyrra

Alls höfðu 4.062 manns kosið í Suðvesturkjördæmi klukkan 11. Þetta er 5,8% þeirra sem eru á kjörskrá í stærsta kjördæmi landsins og er kjörsóknin heldur betri en í fyrra en minni en í fyrri alþingiskosningum. Á kjörskrárstofni eru 69.498 manns, segir í tilkynningu frá kjörstjórn í SV-kjördæmi.

Kjörsókn klukkan 11 í fyrri kosningum:

Í alþingiskosningum 2016 höfðu 3.074 kosið, eða 4,5%.

Í alþingiskosningum 2013 höfðu 4.052 kosið, eða 6,4%.

Í alþingiskosningum 2009 höfðu 4.576 kosið, eða 7,9%.

Í alþingiskosningum 2007 hafði 4.101 kosið, eða 7,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert