Kjörsókn fer betur af stað

Eiríkur Þór, fulltrúi Pírata, setur innsigli Pirata á kjörkassann í …
Eiríkur Þór, fulltrúi Pírata, setur innsigli Pirata á kjörkassann í Borgarnesi. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Kjör­sókn fer bet­ur af stað í en í fyrra í öll­um kjör­dæm­um nema Norðvest­ur­kjör­dæmi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn­um kjör­dæm­anna.

Í Suður­kjör­dæmi höfðu um 6,28% kjós­enda skilað at­kvæði sínu klukk­an 11.00. Á sama tíma í fyrra voru það um 5,05%. Á kjör­skrá í kjör­dæm­inu eru 36.154. 

Kjör­sókn í Suðvest­ur­kjör­dæmi kl. 13:00 er 15,7 % en þar hafa 10.928 manns kosið.
Á kjör­skrár­stofni eru 69.498 manns.

Kjör­sókn í Reykja­vík er að sama skapi betri en í fyrra. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður höfðu 10,74% kosið klukk­an 12.00 en á sama tíma í fyrra höfðu 8,5% kjós­enda skilað at­kvæði sínu. Á kjör­skrá eru 45.607. Klukk­an 12.00 höfðu um 10,65% kjós­enda mætt á kjörstað í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en í fyrra 8,76%. Á kjör­skrá eru 46.109.

Norðvest­ur­kjör­dæmi er eina kjör­dæmið þar sem kjör­sókn ferr ver af stað en í fyrra. Klukk­an 11.30 höfðu um 9,5% kosið en á sama tíma í fyrra voru það um 10%. Á kjör­skrá eru 21.516.

Ekki feng­ust töl­ur um kjör­sókn í Norðaust­ur­kjör­dæmi að svo stöddu en þar eru 29.618 á kjör­skrá.

Bræðurnir Geir Konráð og Eiríkur Þór í biðröðinni á kjörstað …
Bræðurn­ir Geir Kon­ráð og Ei­rík­ur Þór í biðröðinni á kjörstað í Mennta­skól­an­um í Borg­ar­nesi. mbl.is/​Theo­dór Kr. Þórðar­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert