Sjálfstæðisflokkur með 23,2%

Fyrstu tölur Reykjavík suður kl. 23.
Fyrstu tölur Reykjavík suður kl. 23.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 23,2% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að 5.821 atkvæði hafa verið talin. Vinstri græn eru með 18,9% atkvæða og Samfylkingin 13,4%.

Píratar eru með 10,7% atkvæða, Flokkur fólksins 8,9% og Viðreisn 7,9%. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fengið 7,8% atkvæða, Miðflokkurinn 7,4%, Björt framtíð 1,3% og Alþýðufylkingin 0,3%.

Þingmenn kjördæmisins eru samkvæmt þessum fyrstu tölum eftirfarandi:

Kjördæmakjörnir
  · Sigríður Á. Andersen (D)
  · Svandís Svavarsdóttir (V)
  · Ágúst Ólafur Ágústsson (S)
  · Brynjar Níelsson (D)
  · Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P)
  · Kolbeinn Óttarsson Proppé (V)
  · Inga Sæland (F)
  · Hanna Katrín Friðriksson (C)
  · Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert