Eins og að aftengja sprengjur

Pawel Bartoszek, fer af þingi eftir þessar kosningar.
Pawel Bartoszek, fer af þingi eftir þessar kosningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pawel Bartoszek er einn þeirra þing­manna sem misstu sæti sitt á þingi eft­ir kosn­ing­arn­ar í gær. Hann lýs­ir starfi alþing­is­manns við það að af­tengja sprengju í færslu á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hann kveður þing­starfið sem hann seg­ir vera draumastarf sitt.

Pawel var kos­inn á þing fyr­ir Viðreisn fyr­ir ári og seg­ir hann að á þeim tíma hafi hann verið höf­und­ur að fjór­um frum­sömd­um frum­vörp­um. „Það er slatti í sam­an­b­urði við aðra. Þrjú fjölluðu um inn­flytj­enda­mál. Það fjórða var kanna­bis­frum­varpið,“ seg­ir hann. Þá hafi hann einnig verið fram­sögumaður nefndarálits í sjö mál­um.

Hann seg­ir töl­fræðina þó ekki skipta máli held­ur hafi hann haft unun af því að leita sátta. Slík vinna sé þó með þeim van­könt­um að aðeins sé fjallað um þau mál þegar illa tekst. „Að fá mál sem virðist í al­ger­um hnút, setj­ast niður með þing­mönn­um ólíkra flokka, sjá hvað hver vill, leita lausna, skýra hvað sé hægt og hvað ekki. Til­finn­ing­in er svipuð og að af­tengja sprengju. En eins og í því dæmi þá er það bara frétt þegar það mistekst. Ekki þegar það tekst.“

Að lok­um seg­ir Pawel að það sé ótrú­lega valda­mikið starf að fá að ráða því hvað sé leyft og hvað sé bannað, hve mik­inn pen­ing eigi að taka af fólki og hvað eigi að nota hann í. Hann seg­ist þakk­lát­ur fyr­ir tím­ann á þingi þó að hann sé svekkt­ur yfir að hafa ekki fengið lengri tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert